Bolaalda er lokuð – Brautir og slóðar

Af gefnu tilefni viljum við benda á að Bolaöldusvæðið er lokað. Við erum ekki farnir að vinna í motocross-brautunum og getum því ekki tryggt að þær séu öruggar. Það er mjög líklega búið að renna úr þeim og það gætu verið hættulegir skurðir í þeim. Slóðarnir eru líka ennþá of blautir og akstur á þeim gæti valdið tjóni sem við þurfum að búa við í allt sumar. Þau ykkar sem vilja æfa fyrir Klaustur hefðuð átt að skella ykkur í Hellukeppnina og svo bendum við á Þorlákshöfn að svo stöddu. Við munum auglýsa það vel og rækilega þegar svæðið opnar. Fram að því biðjum við um að svæðið fái að vera friðað svo að við getum gert hlutina rétt.

Stjórnin

Skildu eftir svar