MXoN 2016 – núna um helgina

mxon-2016

Ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum/einhverri þá ætla ég að minna á það hér að um helgina er MXoN eða MXdN. Það stendur fyrir Motocross of nations eða Motocross des nations eða des nations eða olympíuleika motocross-ins eða geggjaða-keppnin-sem-nokkurn-veginn-slúttar-þessu-keppnis-ári í MX heiminum. Eða var þannig allt fram að Monster Energy Cup og Red Bull Straight rythm og svo SMX sem verður haldið í fyrsta skiptið þetta árið……

Eftir smá pásu er Ísland aftur með lið í þessari keppni. Í liðinu okkar eru Ingvi Björn, Eyþór og Andri Snær. Ingva og Eyþór þarf ekki að kynna fyrir fólki en Andri Snær er ungur Íslendingur sem búsettur er í Noregi. Það má alveg segja það með fullri virðingu fyrir öðrum liðum sem við höfum sent þangað út að þetta lið er gríðarlega sterkt. Ingvi hefur verið að keppa í Evrópu unfanfarin ár og Eyþór hefur einnig verið að keppa þar undanfarið og varð um daginn 3. í belgíska meistaramótinu í MX. Ef ég skil það rétt, þá hefur Andri Snær verið að æfa með norska landsliðinu í MX. Það má leiðrétta mig ef ég fer með rangt mál þar.

Mér voru að berast þær fréttir að Ingvi Björn væri mögulega meiddur. Það mál er verið að skoða með því að skoða heilsu hans og möguleikann á að einhver hlaupi í skarðið fyrir hann.

Liðið hélt um daginn styrktarkeppni þar sem ágóðinn rann til ferðarinnar sem og ágóðinn af sölu bola merktum ICELAND og MXON 2016. Keppnin og bolirnir vöktu það mikla lukku að drengirnir enduðu með 600.000 kr. í styrk fyrir ferðina. Þeir þökkuðu kærlega fyrir sig þegar VÍK færði þeim styrkinn.

Keppnin er á Ítalíu og er bæði á laugardag og sunnudag. Tímatökur eru á laugardeginum. Þá ræðst hvaða lönd komast í aðalkeppnina á sunnudeginum, hvaða lið komast í svokallað B-final og hvaða lið þurfa að sitja hjá og horfa á keppnina á sunnudeginum.

HÉR er heimasíða keppninnar. Þar er hægt að kaupa aðgang að keppninni og horfa í beinni útsendingu. Á þessari síðu má sjá tímasetningar en þetta er mjög fjölskylduvænt og byrjar fyrir hádegi báða dagana. Þau ár sem Ísland hefur farið, hefur það bara einu sinni komið fyrir að það hafi ekki náð inn í B-final. En það verður gaman að sjá hvernig strákunum gengur núna í ár.

Þess má til gamans gera að stór hópur Íslendinga er núna á leiðinni og fara á morgun út til Ítalíu að horfa á keppnina. Það er víst stórkostleg upplifun sem sterklega er mælt með.

Áfram Ísland! Húhh!

Skildu eftir svar