ATH – SEINKUN! – Styrktarkeppni – Skemmtikeppni – 11. september 2016

MXoNIce16

Smellið HÉR fyrir viðburðinn á Facebook.

Núna á SUNNUDAGINN verður skemmtikeppni á Bolaöldusvæðinu. Keyrt verður í tveggja keppenda liðum. Skráning fer fram á staðnum og verður vanur dreginn saman við óvanan keppanda. Allur ágóði fer í að styrkja íslenska landsliðið í motocross-i sem fer á MXoN núna í lok mánaðar.

Brautin verður eitthvað sem þið sjáið ekki á hverjum degi. Hringurinn verður búinn til úr öllum þremur brautunum á svæðinu. Holan, hlíðin og endurocrossbrautin verða settar saman í einn hring. Keyrt verður í 90 mínútur og má hvor ökumaður ekki keyra meira en tvo hringi í einu.

Mæting og skráning verða á staðnum kl. 11:00. Þátttökugjaldið er 5.000 kr.

Keppni hefst 12:00, flaggað verður út 13:30 og kl. 14:00 verður grill fyrir keppendur í boði Snæland.

Ingvi og Eyþór, tveir af þremur liðsmönnum, verða á svæðinu sem og sjoppa.

Mætum, styðjum strákana og skemmtun okkur konunglega.

Skildu eftir svar