Skemmti-enduro-keppni – Sunnudaginn 14. ágúst – Bolaalda

Kæru hjólarar, á sunnudaginn n.k. ætla nokkrir reynsluboltar og VÍK-verjar að skella í eina skemmtikeppni handa okkur. Þetta verður enduro-keppni þar sem keppt verður í tveggja einstaklinga liðum og keyrður verður stuttur hringur. Það eru engir flokkar heldur verða sett upp tveggja einstaklinga lið þar sem vanur ökumaður keyrir með óvönum.

12:00 – Mæting og skráning í húsinu í Bolaöldu.

13:00 – Keppni hefst.

14:30 – Keppni lýkur

15:15 – Mótókross

15:50 – ÓL: Samantekt

16:25 – Saga af strák About a boy

16:50 – ÓL: Fimleikar

18:50 – Táknmálsfréttir

3.000 kr. þátttökugjald verður í keppnina sem greiðist við skráningu. Þú þarft engan tímatökusendi. Þú þarft bara að mæta með hjólið og annað hvort góða skapið eða keppnisskapið. Þetta er samt aðallega staður fyrir góða skapið.

Þetta er svo sannarlega staður til þess að prófa að vera í keppni þannig að ég mæli með því að þú grípir tækifærið ef þig hefur alltaf langað að koma nálægt keppni. Þú þarft ekki að þekkja neinn á staðnum. Þú verður dregin/n saman við einhvern og í versta falli kynnistu fólki.

Sjáumst á sunnudaginn.

 

Skildu eftir svar