Skemmtikeppni – undirbúningur

Í kvöld kl. 18:30 ætla nokkrir galvaskir menn að mæta upp í Bolaöldu að fara yfir slóðana fyrir keppnina á sunnudaginn. Hjóla slóðana, sparka í steina (grjót í fleirtölu, ekki sérnafn), segja hetjusögur og aðallega komast út af heimilinu.

Ef þú hefur áhuga á að sjá brautina fyrir sunnudaginn, jafnvel sjá slóðana í fyrsta skiptið skaltu endilega mæta með hjólið/á hjólinu og leggja þeim hjálparhönd. Markmiðið er að sjá til þess að brautin sé örugg og skemmtileg yfirferðar í keppninni.

Ef þig langar, en þú þekkir engan, þá mætirðu bara á þessum tíma og segir hæ. 🙂

Skildu eftir svar