Bolaalda – verk í vinnslu…

Bolaalda 260616
Þessi mynd var tekin fyrir rétt rúmri viku

Pétur og co. hafa verið að vinna við Bolaöldusvæðið af fullum krafti núna frá því að sólin fór að sjást á lofti. Mikið verk hefur unnist og það í tveimur brautum. Núna við síðasta verkhluta gömlu brautarinnar voru kantarnir teknir inn og henni lyft upp. Nú rís hún alls staðar upp og lögunin á henni er komin í mjög gott horf. Við þessa breytingu kom upp mikið af grjóti sem unnið er að koma úr brautinni. Við vonum að í næstu viku komi til okkur vegtætari sem ætlar að mýkja hana fyrir okkur svo að hún verði alveg eins og við viljum hafa hana. Við vorum einnig að fá í hendurnar fleiri úðara í vökvunarkerfið sem fara upp á næstunni. Hún er svolítið gróf núna á meðan við bíðum eftir tætaranum og svo hefur veðurfarið verið með öllu móti, sem þýðir að rakastigið hefur einnig verið með öllu móti, en á næstunni getum við komið á móts við það ef það verður þurrt þegar nýju úðararnir eru komnir í gagnið.

Svo þegar gamla brautin er klár getum við snúið okkur aftur að nýju brautinni. Við munum að sjálfsögðu færa ykkur fréttir af framvindu mála. Þegar allt er klárt munum við svo halda bikarmót þar sem fólk getur prófað að keppa í henni, eða jafnvel keppa almennt, og svo verður Íslandsmótið að sjálfsögðu á sínum stað í lok ágúst.

Þær eru báðar opnar en þið hafið í huga að vinnunni er ekki lokið. Slóðarnir eru að sjálfsögðu einnig opnir.

Wax on, wax off.

Skildu eftir svar