Vefmyndavél

Bolaöldufregnir

Núna er vökvunarkerfið komið á „full swing“ eins og það var einhvers staðar orðað. Þó að makaskipti komi því hvergi nærri. Við keyptum fullt af nýjum stútum sem vökva svona líka fallega fyrir okkur og glæsilega nýja herfið okkar fylgir því svo eftir til þess að mýkja. Þannig að vökvun, verkfæri og lögun brautar eru komin í flott horf. Drengirnir hafa borið smá sand í brautina til þess að mýkja hana á köflum og svo er búið að lofa hörpunni í þessari viku. Við vonum að það standist og bíðum spennt eftir því að sjá árangurinn af þeirri tilraun. Steinarnir eru það sem helst stendur eftir.

Við munum að sjálfsögðu auglýsa það vel þegar harpan hefur komið og lokið sér af. Við vorum búnir að setja á dagatal skemmtikeppni/bikarmót núna í vikunni. Við ætlum að fresta því þar sem við eigum núna von á hörpunni. Stefnan er sett á fimmtudaginn eftir verslunarmannahelgi. Punktið það hjá ykkur en við munum að sjálfsögðu auglýsa það mun betur þegar nær dregur. Það verður góð æfing fyrir Íslandsmótið sem fer fram í lok ágúst í Bolaöldu sem er jafnframt síðasta umferð ársins.

Bolaalda 180716 01 Bolaalda 180716 02 Bolaalda 180716 03

Bolaalda 180716 04 Bolaalda 180716 05 Bolaalda 180716 06

Leave a Reply