Karma – Gagnkvæm virðing – Tillitssemi

Okkur bárust ábendingar um að torfæruhjól hefðu verið að nýta sér downhill-braut í Vífilstaðahlíð. Þar hafa einstaklingar lagt mikla vinnu í að koma sér upp góðri aðstöðu til þess að sinna sínu áhugamáli á reiðhjólum. Sýnum þeirra starfsemi virðingu og höldum vélknúnum ökutækjum frá slíkri starfsemi. Aðilar sem stunda slíkt eru líklega ekki innan raða VÍK, ég vona alla veganna innilega að svo sé ekki, en við skulum dreifa boðskapnum í gegnum okkar félagsmenn og láta það berast að svona háttsemi sé ekki til eftirbreytni. Ef þið vitið um einstaklinga sem eiga torfæruhjól en vita ekki hvar þeir eiga að nota þau, bendið þeim þá á félögin. Það er nóg í boði hvort sem það eru motocrossbrautir eða slóðar.

Verum vinir og virðum áhugamál hvers annars.

Skildu eftir svar