Krakkakeppni á sunndag, Viðurkenningar og fleira

SPÁÐ ER STORMI Á SUNNUDAG, FYLGIST MEÐ HVORT KEPPNI VERÐUR HALDIN Á SUNNUDAG!

Á sunnudaginn verður haldin krakkakeppni í Reiðhöllinni fyrir alla krakka á 50-85cc hjólum. Mæting er fyrir alla kl 16:45 og hefst upphitun kl 17 fyrir 50cc.

Skipt verður í þrjá flokka, 50cc, 65cc og 85cc og munu allir flokkar byrja á því að taka 5 mínútna upphitun og taka svo tvö moto hver. Í 50cc flokki er hvert moto 6 mínútur + 1 hringur, 65cc flokkur er 8 mínútur + 1 hringur og 85cc flokkur er 10 mínútur + 1 hringur.

Að keppni lokinni munu allir fá verðlaunapening og mun Pétur vera á grillinu og grilla ofan í keppendur og aðstandendur. Einnig ætlum við að afhenta viðurkenningarskjöl fyrir mestu framfarir á árinu fyrir hvern flokk, þ.e. 50cc flokk, 65cc flokk og 85cc flokk.

Að öðru:

Líklegt er að við munum fá Reiðhöllina allavega fram í miðjan febrúar en möguleiki er á því að við þurfum að seinka æfingunum um klukkutíma, þannig að æfingar verði kl 18 og 19 í stað 17 og 18. Ekki er ljóst hvenær það yrði, en það myndi vera auglýst þegar að því kæmi. Þar sem ekki er hægt að lofa okkur nema einn mánuð í einu, munum við einungis rukka fyrir einn mánuð í einu eftir áramót. Gjald fyrir einn mánuð verður því eins og áður 10.000 kr á mánuði og stakur tími á 3.000 kr. Systkyni munu svo fá afslátt af þessu verði.

Ef Reiðhöllin í Víðidal verður ekki í boði lengur en fram í febrúar, munum við reyna að finna lausnir til þess að halda starfinu áfram gangandi. Hugmyndir hafa komið upp um að reyna að komast þá í Reiðhöllina í Kópavogi, en verið er að skoða það.

Nú erum við byrjaðir að skipuleggja námskeið sumarsins og búumst við við því að þetta verði stórt sumar. Sumar námskeiðin byrja mánudaginn 4. maí og munu vera á sama tíma og síðastliðin ár, þ.e. á mánudögum og miðvikudögum þar sem fyrri æfingin byrjar kl 18 og sú seinni kl 19. Sumarnámskeiðið verður eins og síðastliðin sumur í maí, júní, ágúst og september, en frí er í júlí. Verðið fyrir alla fjóra mánuðina verður 25.000 kr og hægt verður að notast við frístundakort til að greiða námskeiðið niður. Einnig verður hægt að vera í einn mánuð og er verðið þar 10.000 kr. Allir krakkar sem skrá sig allt sumarið munu fá merkingar með númeri á hjólin sín, ásamt peysu merkt námskeiðinu.

Frábær mæting hefur verið á æfingar undanfarið og vonumst við til þess að það muni fjölga í þeim hópi. Krakkarnir hafa staðið sig mjög vel á æfingum og sjáum við miklar framfarir hjá öllum þeim sem hafa verið að mæta!

Hlökkum til að sjá sem flesta á sunnudaginn, endilega látið ættmenni og vini vita og myndum frábæra stemningu í kringum þessar krakkakeppnir!

Kær kveðja,

Helgi Már og Gulli

Skildu eftir svar