Aðalfundur Vélhjólaíþróttaklúbbsins fór fram 26. nóvember sl.

VIK merki_klubburÁ fundinum fór það helsta fram sem fer fram á aðalfundum. Skýrsla stjórnar fyrir árið og reikningar voru kynntir. Ný stjórn var kosin ásamt formanni. Hrafnkell Sigtryggsson var sjálfkjörinn sem formaður. Stjórn fyrir næsta árið skipa Ólafur Þór Gíslason, Pálmar Pétursson, Pétur Smárason og Guðbjartur Stefánsson og varamenn eru þeir Birgir Már Georgsson og Örn Sævar Hilmarsson.

Velta félagsins var rúmar 10 milljónir og hagnaður var 1,2 milljónir enda talsvert aðhald í rekstri á árinu. Fundargerð, skýrslu stjórnar og glærusjóv fundarins má sjá hér fyrir neðan.

Fundargerð Aðalfundar Vélhjólaíþróttaklúbbsins 2014

Aðalfundur VÍK 2014, glærur

Aðalfundur_VIK_skýrsla_stjórnar_vegna_2014

 

Skildu eftir svar