Takk fyrir stuðninginn

Fulltrúar Vélhjólaíþróttaklúbbsins afhentu í gær fjárhæð þá er meðlimir og aðrir velviljar Brynju Hlífar Hjaltadóttur söfnuðu saman á dögunum. Styrknum var safnað saman af nokkrum aðilum en stærsti hlutinn kom inn með styrktarkeppninni sem VÍK hélt í Kópavogi fyrir tveimur vikum þar sem um 80 manns kepptu og lögðu sitt af mörkum með keppnisgjöldum og varning sem seldur var á staðnum. Sama dag stóð CrossfitReykjavík fyrir söfnun líka sem fram fór með þeim hætti að meðlimir stöðvarinar tóku svokallað Brynjuwod og lögðu svo til frjáls framlög til styrktar Brynju. MSÍ lagði söfnuninni líka til rausnarlegt framlag og einnig var Björk Erlingsdóttir mjög dugleg að safna fyrir vinkonu sína með sölu á varning og söfnun framlaga. Samtals söfnuðust 780.000 kr. sem afhentar voru Brynju í gær  á Grensásdeild þar sem hún liggur nú eftir slysið. Brynja og foreldrar hennar vilja koma innilegum þökkum til allra er lögðust á eitt við að styðja þau á þessum erfiða tímapunkti og vonandi fáum við jákvæðar fréttir af Brynju fljótlega.image

Skildu eftir svar