Íslandsmeistarar 2014 og uppskeruhátíð MSÍ

kári_msi_2013Jæja, það hefur líklegast ekki farið framhjá neinum að tímabilið er senn á enda hjá okkur drullumöllurunum og munum við gera upp árið með pompi og prakt næstu helgi, þann 8 nóvember en þá fer fram uppskeruhátíð MSÍ á Rúbín eins og síðustu ár. Að vanda verður Maggi með frábær skemmtiatriði og hafa þau ávallt slegið í gegn. Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða en hægt er að kaupa miða inn á vef MSÍ, www.msisport.is. Fyrir þá sem ekki eru í aðstöðu til að versla á netinu að þá geta þeir keypt miða í Nitró hjá honum Magga. Ef fólk vill láta taka frá fyrir sig borð, þ.e. sitja saman, að þá þarf að láta Björk (brjáluðu Bínu) vita á netfangið bjorkerlings@live.com eða senda henni upplýsingarnar um fjölda í gegnum fésið.

En víkjum nú að listanum yfir þá keppendur sem fá verðlaun í ár í motocrossi og enduro, ef einhver skildi vera búin að gleyma því, en hér er heildarlisti verðlaunahafa eftir greinum og flokkum. ATH! Að því miður að þá voru nokkrir flokkar sem duttu út þar sem lágmarka fjölda var ekki náð varðandi skráningu en sem betur fer voru það ekki margir flokkar þetta árið og það sem meira er, liðakeppnin fór aftur í gang og verða Íslandsmeistarar liða krýndir aftur eftir þriggja ára fjarveru. Það er frábært að fá liðakeppnina aftur í gang og mikil gleði sem fylgir þeim verðlaunum. Hér er svo listinn eftir flokkum.

Motocross:

 • 85 flokkur
 1. Elmar Dalli Vilhelmsson #245
 2. Víðir Tristan Víðisson #99
 3. Axel Orri Arnarsson #258
  • Kvennaflokkur
 4. Aníta Haukdsóttir #31
 5. Gyða Dögg Heiðarsdóttir #42
 6. Björk Erlingsdóttir #98
  • Unglingaflokkur
 7. Óliver Örn Sverrisson #27
 8. Hlynur Örn Hrafnkelsson #13
 9. Viggó Smári Pétursson #20
  • 40+
 10. Heiðar Örn Sverrisson #41
 11. Haukur Þorsteinsson #10
 12. Gunnlaugur Rafn Björnsson #757
  • MX2
 13. Eyþór Reynisson #11
 14. Guðbjartur Magnússon #12
 15. Haraldur Björnsson #82
  • MX Open
 16. Eyþór Reynisson #11
 17. Sölvi Borgar Sveinsson #15
 18. Guðbjartur Magnússon #12

Enduro (GFH):

 • 19 – 39 ára flokkur
 1. Geir Guðlaugsson 149
 2. Pétur Smárason #35
 3. Eyþór Gunnarsson #260
  • 40 – 49 ára flokkur
 4. Gunnlaugur Rafn Björnsson #757
 5. Þorgeir Ólason #67
 6. Leifur Þorvaldsson #36
  • Tvímenningur
 7. Haraldur Björnsson og Ármann Örn Sigursteinsson
 8. Einar Sigurðsson og Bjarki Sigurðsson
 9. Helgi Már Hrafnkelsson og Hlynur Örn Hrafnkelsson
  • Meistaraflokkur
 10. Valdimar Þórðarson #270
 11. Guðbjartur magnússon #12
 12. Eyþór Reynisson #11

Liðakeppni – Motocross:

 • MX Open
 1. Team Merkistofan Megapíp
  • Sölvi Borgar Sveinsson #15
  • Guðbjartur Magnússon #12
  • Jóhann Ögri Elvarsson #17
 • MX Unglinga
 1. Team KTM Redbull
  • Baldvin Egill Baldvinsson #
  • Sebastian Georg Arnfjörð Vignisson #18
  • Hlynur Örn Hrafnkelsson #13
 • Kvennaflokkur
 1. Nitró Kawasaki 1
  • Aníta Hauksdóttir #31
  • Gyða Dögg Heiðarsdóttir #42
  • Ragna Steinun Arnardóttir #449

Ekki eru fleiri lið þar sem skráning var ekki næg til að þau myndu gilda til Íslandsmeistara en lágmark þarf þrjú lið í hvern flokk svo hann teljist gildur.  Nýliðar og akstursíþróttafólk ársins verður jafnframt kynnt á laugardaginn en að sjálfsögðu liggur mikil leynd yfir því hverjir hinu útvöldu eru.

Nú er bara að kveðja þetta ár með stæl, panta miða á vef MSÍ, www.msisport.is, eða koma við hjá Magga í Nitró og tryggja sér miða fyrir skemmtilegustu árshátíð ársins.

SJÁUMST HRESS Á RÚBÍN Á LAUGARDAGINN!

Skildu eftir svar