LOKSINS ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ. OPNUN BOLAÖLDUSVÆÐISINS

Bolaöldusvæðið OPNAR á morgun, Laugardag, kl 13:00 

Það er búið að vinna töluvert í brautunum og eru þær allar nokkuð góðar. EN!!!!!!!!! Fyrir þá duglegu er mæting kl 11, reyndar þurfa þeir aðeins að hjálpa okkur fyrst við að hreinsa nokkra steina úr brautinni. Í staðinn fá þeir líka að keyra í brautinni frá 12:00-13-00.

Almenn opnun er kl 13:00

Slóðakerfið er því miður ekki ALLT tilbúið í opnun. En við ætlum að opna neðra svæðið fyrir umferð.

Ekkert gjald er í barnabrautirnar en 1000 kr dagpassi fyrir motocross og slóðakerfið. ATH ENGINN MIÐI Á HJÓlI þýðir brottvísun af svæðinu. Miðar fást í Olís Norðlingaholti sem og í Litlu Kaffistofuni.

Árskortin eru að komast í sölu og er sama lága gjaldið enn í boði kr 12.000 fyrir brautar og félagsgjald. Nánar um það bráðlega.

Breytingar.

Skildu eftir svar