Styrktar Ískrossmót Laugardaginn 15.02.14

photo 3 (1)
Frábærar aðstæður til að leika sér í dag.

Frábært veður. Frábært fólk. Frábær skemmtun. Frábærir vinningar. Frábærar veitingar.

Er hægt að hafa þetta betra?

Þökkum öllum kærlega fyrir komuna og þáttökuna. Við vonumst til að geta glatt og styrkt  félaga Ævar Svein, bæði andlega og peningalega eftir þennan frábæra dag.

Ekki síður þökkum við þeim sem aðstoðuðu okkur með glæsilega vinninga til handa afreksmönnum þeim sem tóku þátt.

Snæland Videó gaf verðlaunapeningana.

Púkinn Grensásvegi gaf glæsileg verðlaun, gleaugnatöskur, gleraugu, hlífðaehettu og spil.

Landvélar gáfu SKF gæða smurfeiti.

Kistufell Höfða gáfu glæsilegan smurolíupakka.

Vinningshafar dagsins:

Vetradekkja flokkur: 1. sæti Pétur Pétursson. 2. Sæti Viggó Ö Viggósson. 3. Sæti Óliver Sverrisson

Opinn flokkur: 1. Sæti Svavar Friðrik Smárason. 2. sæti Heimir Barðason. 3. sæti Jón Viðar Sigurgeirsson.

Kvenna flokkur: 1. Sæti Björk Erlingsdóttir. 2. Sæti Bína. 3. sæti. Sú brjálaða Bína. ( Hún er allstaðar þessi Bína )

Ekki má gleyma tilþrifaverðlaununum fyrir flottustu dettuna. Viggó Örn Viggósson hlaut þau fyrir frábæralega útfærða dettu.

Takk fyrir þáttökuna og stuðninginn.

Stjórn VÍK.

ATH: Rúv mætti á svæðið og myndaði, fylgist vel með fréttum og íþróttum.

ískross

 

Skildu eftir svar