ÍS akstur getur verið hættulegur.

Þar sem þó nokkrir gallharðir hjólarar eru mjög grimmir á ísnum þá höfum við töluverðar áhyggjur af slysum. Það eru jú eiginlega vélsagarblöð undir hjólunum sem fara mjög auðveldlega í gegnum hlífðarfötin. Þetta er meira spurning um hvenær slysið gerist heldur en hvort það gerist. Og þegar það gerist þá er eins gott að sá sem veldur sé vel  TRYGGÐUR.   Víða erlendis eru strangar reglur um útbúnað hjóla á ís. Hér fyrir neðan, á myndinni, eru hlífar yfir gaddana/ dekkin sem gæti virkað og er einföld. Spurning um hvort að við ættum ekki að taka okkur þetta til fyrirmyndar og það hellst áður en slysin gerast.

Stjórn VÍK

Ice

Skildu eftir svar