Vefmyndavél

Dakar 2014 – Marc Coma vinnur í fjórða sinn, KTM 13 árið í röð

Marc Coma fagnar sínum fjórða sigri í Dakar

Á þessum síðasta degi Dakar rallsins lá leiðin frá La Serena til Valparaíso. Hófst hún á 122km ferjuleið, svo stutt sérleið ekki nema 157km og svo 256km ferjuleið, samtals 535km en þó dagleiðin sé ekki löng þá er hún lúmsk, grýtt og fjallshlíðin er þyrnum stráð, þ.e.a.s þarna er mikið um kaktusa sem þarf að gæta sín á.

78 mótorhjól og 15 fjórhjól fóru af stað í morgun og allir kláruðu þeir daginn þó misshratt. Til þess að brjóta aðeins upp formið þá er startað í öfugri röð í dag, þ.e.a.s frakkinn Yannick Guyomarch(Yamaha) sem kom síðastur í mark í gær fór fyrstur af stað í dag. Hann er nú engin nýgræðingur í Dakar, er þetta hans 9 Dakar keppni en einungis sú 4 sem hann nær að klára en það er örugglega skemmtilegt að fá að fara fyrstur inná sérleiðina. Fór hann sérleiðina í dag á tímanum 3:03:09 meðan sigurvegari leiðar dagsins Cyril Despres(Yamaha) fór leiðina á tímanum 1:57:14 en fékk svo 5mín refsingu sem færði hann niður í 5.sæti fyrir daginn. Þarna má vel sjá muninn á atvinnukeppanda og svo áhugamannakeppanda, en það er ástríðan sem rekur þá alla í Dakar ævintýrið.

Það má líka taka hjálminn ofan fyrir hinni 29 ára spænsku Laia Sanz(Honda) en hún er einni kvenkyns keppandinn sem nær að klára í ár, kom hún 16 í dag og endar í 16.sæti yfir heildina, frábært árangur hjá henni.

En það eru fleiri naglar þarna því eins og var sagt frá áður þá datt David Casteu(KTM) illa á 8 sérleið og braut viðbein, hefur hann látið strappa sig saman á hverjum morgni því hann var staðráðin í að klára Dakar, tókst honum það og bara með fínum árangri, kom hann 10 í dag og er í 10.sæti yfir heildina, hörkunagli.

En þegar flestir keppendur komu að fyrsta tímapunkti í dag við 41km var það Cyril Despres(Yamaha) sem átti besta tíma þar, svo kom Michael Metge(Yamaha) og svo en einn Yamaha maðurinn en það var Olivier Pain en Marc Coma(KTM) var einungis með 20 besta tíma, var hann 3:35mín á eftir Cyril Despres(Yamaha) og virðist sem að hann ætli að taka þennan dag af fullu öryggi og ekki taka neina sénsa.

Cyril Despres(Yamaha) hélt þessi striki í allan dag og kom í mark á besta tíma, 1:57:14 en fékk á sig refsingu eins og áður segir en ekki liggur fyrir ennþá fyrir hvað sem varð til þess að Joan Barreda(Honda) er í fyrsta sæti í dag, Olivier Pain(Yamaha) annar sæti og Helder Rodrigus(Honda) og Marc Coma(KTM) kom ekki fyrr en í 18.sæti.

En það var Marc Coma(KTM) sem sigraði Dakar rallið 2014 með yfirveguðum akstri allan tímann, vann hann ekki nema 2 sérleiðir þetta árið og hjólið stóð sig vel. Er þetta 4 sigur hans í Dakar en sá 13 í röð hjá KTM. Liðfélagi og “vatnsberinn” hans Jordi Viladoms(KTM) kom svo í annað sætið og er það hans besti árangur til þessa og það má geta þess að hann fylgdi honum líka þegar Marc Coma sigraði 2006 og 2009. þessi taktík hjá Marc Coma er orðin nokkuð þekkt, skilaði þetta honum t.d. í sigur hér í Dakar 2011.

Sagði Marc Coma þetta í dag “ég er í skýjunum, ræð varla við tilfinningar mínar núna. Núna erum við að uppskera eftir allt erfiðið. Þetta var rosalegt rall, maður átti sína toppa og sínar lægðir. Þessu er ég búin að stefna að síðustu 2 ár þar sem ég gat ekki keppt í fyrra vegna meiðsla. Og núna er ég hérna, ég vann! Ég vill þakka öllum sem hafa hjálpað mér í þessu, fjölskyldunni, KTM liðinu, þetta er ekki hægt nema með góðum stuðning”.

Jordi Viladoms sagði þetta “mig svimar eiginlega, þetta er yfirþyrmandi tilfinning, þetta skiptir miklu máli fyrir mig. Sérstaklega eftir viðburðarríkt ár hjá mér. Ég er ótrúlega hamingjusamur!”.

En eins og áður segir þá var það Cyril Despres(Yamaha) sem vann sérleiðina í dag að frátalinni refsingunni en þetta var hans 4 sérleiðasigur þetta árið. Endaði hann í 4.sæti yfir heildina með fantagóður akstri. Eftir smá erfiðleika með hjólið var hann komin í 12.sæti yfir heildina en náði hann að vinna sig upp í 4.sæti í restina.

Það var ansi stór ákvörðun sem hann tók í byrjun árs 2013 eftir að hafa sigrað Dakar 2013, hætta hjá KTM og færa sig yfir í annað merki, fór hann til Yamaha sem á árum áður drottnuðu yfir Dakar. Það þarf hugrekki að fara útí svona og að byggja upp hjólið og það tókst næstum því, það sýndi sig margoft að Yamaha er komið með gott hjól og verður gaman að fylgjast með þeim áfram. En það var liðsfélagi hans Olivier Pain sem náði 3.sæti þetta árið og er hann vel að því.

Cyril Despres hafði þetta að segja “ég gaf mig allan í þetta, allan tímann en svona er bara ralliÐ. Þetta er ástæðan fyrir að ég elska þetta, maður má aldrei gefast upp. Ég sé ekki eftir neinu, ég gerði það sem ég gat. Ég fer sáttur héðan, þetta er búið að vera skemmtileg upplifun. Ekta Dakar. Ég er reynslunni ríkari, liðið líka, við lærum af þessu og vinnum úr því, það er ekki auðvelt að þróa mótorhjól og það ekki lengri tíma en við reyndum og við komum aftur”.

Hondaliðið stóð sig vel í ár og var greinilegt að þeir stefna hátt, Joan Barreda og Helder Rodrigus voru að keyra vel, vann Joan Barreda t.d. 4 sérleiðir og eins var með Laia Sanz, hún þakkaði Honda fyrir árangur sinn, sagðist aldrei hafa verið á eins góðu hjóli í Dakar og núna.

Fyrstu fimm í mótorhjólaflokki á degi 14, síðast degi rallsins(sérleið 13):

1 sæti Joan Barreda(Honda) 1:59:44
2 sæti Olivier Pain(Yamaha) +40sek
3 sæti Helder Rodrigus(Honda) +1:23
4 sæti Juan Pedrero Garcia(Sherco) +1:35
5 sæti Cyril Despres(Yamaha) +2:30

Efstu fimm í mótorhjólaflokki á lokadegi Dakar rallsins 2014

1 sæti Marc Coma(KTM) 54:50:53
2 sæti Jordi Viladoms(KTM) +1:52:27
3 sæti Olivier Pain(Yamaha) +2:00:03
4 sæti Cyril Despres(Yamaha) +2:05:38
5 sæti Helder Rodrigus(Honda) +2:11:09
Casale

Casale

Það voru nú engar dramatískar breytingar í fjórhjólaflokki í dag, þeir þrímenningar Ignacio Casale(Yamaha), Sebastian Husseini(Yamaha) og Rafal Sonik(Honda) bera höfuð og herðar yfir aðra þó það muni einnig milku milli þetta í heildina.

Það fór því svo að Ignacio Casale(Yamaha) vann leiðina í dag og þar með Dakar rallið í fjórhjólaflokki. Hann var reyndar ekki nema 57sek á undan Sebastian Husseini(Yamaha) og Rafal Sonik(Honda).

Ignacio Casale(Yamaha) var kampakátur þegar náðist tal af honum “ég vann! Ég er alveg í skýjunum, er orðlaus. Það flæða yfir mig allskonar tilfinningar núna. Síðustu 20 til 30km voru ótrúlegir, það voru áhorfendur allstaðar og allir að fagna og hvetja okkur áfram. Ég er bara ekki alveg búin að meðtaka þetta allt saman ennþá , ég vill bara þakka öllum sem hafa hjálpað mér í að ná þessu takmarki. Fjölskyldunni, styrktaraðilum mínum, vinum mínum, þessi sigur er fyrir Chile líka. Þetta eru verðlaun fyrir alla þrautsegjuna og erfiðið í langan tíma á undan, dásamlegt”.

Fyrstu fimm í fjórhjólaflokki á degi 14, síðast degi rallsins(sérleið 13):

1 sæti Ignacio Casale(Yamaha) 2:11:37
2 sæti Sebastian Husseini(Yamaha) +54sek
3 sæti Rafal Sonik(Honda) +3:07
4 sæti Victor Manuel Gallegos Lozic(Honda) +4:41
5 sæti Sergey Karyakin(Yamaha) +8:47

Efstu fimm í fjórhjólaflokki á degi 14 á loka degi Dakar rallsins(sérleið 13):

1 sæti Ignacio Casale(Yamaha) 68:28:04
2 sæti Rafal Sonik(Honda) +1:26:49
3 sæti Sebastian Husseini(Yamaha) +5:40:24
4 sæti Mohammed Abu-Issa(Honda) +10:07:11
5 sæti Victor Manuel Gallegos Lozic(Honda) +10:23:41

Þá er þessi lokið þetta árið, vona að einhverjir hafi haft gaman af þessu með mér.

Takk fyrir.

Dakar kveðja

Dóri Sveins

Leave a Reply