Dakar 2014 – dagur 13 sérleið 12

Cyril

Leiðin á þessum næstsíðasta degi er frá El Salvador til La Serena. Að þessu sinni var náttgistingin uppí fjöllunum til þess að losna við morgunmistrið sem er alltaf þarna á morgnana og hefur áður tafið startið. Leiðin hefst strax á sérleiðinni og eru fyrstu 200km frekar grýttir og erfiðir, svo tekur við sandurinn og ef það er ekki nóg þá bíða keppanda risa sandöldur sem þarf að berjast í gegnum síðustu 150km, þurfa keppendur að gæta þess að vera ekki of nálægt hvor öðrum þar sem laus sandurinn getur verið varasamur. Það má reikna með að einhverji gefist upp við þessar erfiðu aðstæður í dag. Leiðin hófst á 350km erfiðri sérleið og svo tók við 349km ferjuleið.

Marc Coma(KTM) fór fyrstur af stað í morgun þrátt fyrir að hafa endað í 10.sæti í gær eftir að á hann reiknaðist 15mín refsing fyrir að skipta um vél í hjólinu sínu.

Við fyrsta tímapunkt við 44km var Helder Rodrigus(Honda) fremstur, reyndar bara 4sek á undan Cyril Despres(Yamaha) og 50sek á undan Marc Coma(KTM).

En Cyril Despres(Yamaha) ætlaði sér að vinna upp tíma í dag og á öðrum tímapunkti við 90km, var hann komin með 29sek forskot á Helder Rodrigus(Honda), Marc Coma(KTM) kom svo þriðji 1:17mín seinna, Olivier Pain(Yamaha) +1:41mín og Jordi Viladoms(KTM).

David Casteu(KTM) er ótrúlega harður af sér, hann braut viðbein og meiddist á öxl á 8 sérleið en hann er ennþá með, hann ætlar sér að klára Dakar. Kláraði hann í gær 14 og er í 10.sæti yfir heildina, það hefði margur maðurinn bara hætt og farið heim með svona meiðsli. Eftir 200km var það en Cyril Despres(Yamaha) sem var fyrstur, í húmátt kom svo liðsfélagi hans Olivier Pain(Yamaha) +2:14mín, svo kom Helder Rodrigus(Honda) +2:17 og Marc Coma(KTM) kom fjórði inn 2:33mín á eftir Cyril.

Eftir um 264km lenti Joan Barreda(Honda) í einhverjum bilun, var hann stopp ansi lengi en kom því svo af stað en það var samt greinilega ekki komið ílag, voru einhverja rafmagnstruflanir að trufla hann og varð hann að stoppa ansi oft. Gekk mjög illa það sem eftir var dagsa en kom svo í mark í 63.sæti. þetta gerði það að verkum að hann datt úr 2.sæti niður í 7.sæti yfir heildina.

Það var Cyril Despres(Yamaha) sem kom fyrstur í mark í dag á tímanum 3:58:18, á eftir honum komu þeir Marc Coma(KTM), Olivier Pain(Yamaha), Helder Rodrigus(Honda) og Jordi Viladoms(KTM).

Sagði Cyril Despres(Yamaha) þetta í kvöld “þetta var skemmtileg leið, frekar hröð í byrjun og mikið af grjóti sem varð að vara sig á. Það reyndi líka vel á rötun í dag og þegar við Marc Coma vorum að hjóla saman í dag misstum við af einum tímapunkti og urðum að snúa við til að finna hann svo við myndum ekki missa mikin tíma í refsing”.

Joan Barreda(Honda) sagði þetta þegar hann kom seint í mark “ég var í veseni með rafmagnið í hjólinu. Það var ekki að virka vel og svo rafgeymirinn gaf upp öndina. Það var erfitt. Ég hugsaði bara að ég yrði að þrauka þetta og komast í mark, ég ætla að klára þetta Dakar rall”.

Fyrstu fimm í mótorhjólaflokki á degi 13(sérleið 12):

1 sæti Cyril Despres(Yamaha) 3:58:18
2 sæti Marc Coma(KTM) +2:17
3 sæti Olivier Pain(Yamaha) +5:53
4 sæti Helder Rodrigus(Honda) +7:21
5 sæti Jordi Viladoms(KTM) +9:10

Fyrstu fimm í mótorhjólaflokki eftir dag 13(sérleið 12):

1 sæti Marc Coma(KTM) 52:40:16
2 sæti Jordi Viladoms(KTM) +1:59:49
3 sæti Olivier Pain(Yamaha) +2:10:16
4 sæti Cyril Despres(Yamaha) +2:14:01
5 sæti Helder Rodrigus(Honda) +2:20:39

D13-AbuÞað eru ekki nema 15 fjórhjól ennþá í keppni af 40, Ignicio Casale(Yamaha) fór fyrstur af stað en það var rússinn Sergey Karyakin(Yamaha) sem kom fyrstur á tímapunkt við 44km, en við 134km var Ignicio Casale(Yamaha) orðin fyrstur, Sergey Karyakin(Yamaha) kom svo annar 8sek á eftir, Victor Manuel Gallegos Lozic(Honda) var svo 2:49mín á eftir, Rafal Sonik(Yamaha) kom svo 4:37mín og Sebastian Husseini(Honda) var svo 10:47mín seinna.

Svona hélst þetta nánast í allan dag og fór það svo að Ignicio Casale(Yamaha) kom fyrstur í mark, Sebastian Husseini(Honda) annar, svo komu þeir koll af kolli inn.

Ignicio Casale(Yamaha) sagði þetta við komuna í mark í dag “það er ekki mikið eftir og ég er ansi nálægt því að vinna mitt fyrsta Dakar rall en þetta er ekki alveg búið. Ég ætla að geyma öll fagnaðarlæti þar til ég fer yfir endamarkslínuna. Svo já, ég gæti orðin mjög hamingjusamur á morgun. En allt getur gerst, við skulum ekki gleyma því að þetta er Dakar, fram að þessu hefur þetta verið ótrúlegt. Ég er mjög ánægður með þetta”.

Fyrstu fimm í fjórhjólaflokki á degi 13(sérleið 12):

1 sæti Ignicio Casale(Yamaha) 5:05:08
2 sæti Sebastian Husseini(Honda) +5:05
3 sæti Sergey Karyakin(Yamaha) +17:13
4 sæti Rafal Sonik(Yamaha) +19:10
5 sæti Victor Manuel Gallegos Lozic(Honda) +24:42

Fyrstu fimm í fjórhjólaflokki eftir dag 13(sérleið 12):

1 sæti Ignicio Casale(Yamaha) 66:16:27
2 sæti Rafal Sonik(Yamaha) +1:23:42
3 sæti Sebastian Husseini(Honda) +5:39:30
4 sæti Mohammed Abu-Issa(Honda) +9:56:06
5 sæti Victor Manuel Gallegos Lozic(Honda) +10:19:00

Dakar kveðja

Dóri Sveins

Skildu eftir svar