Aðstoð óskast á laugardaginn – startæfingar í kvöld

Um 75 keppendur eru skráðir í síðustu motocrosskeppni sumarsins. Eins og áður gerum við ráð fyrir að keppendur flaggi einhverja staði í brautinni en okkur vantar þó aðstoð við flöggun á nokkrum pöllum.  Okkur vantar uþb 4-8 manns sem geta aðstoðað okkur og róterað inn og út úr flöggun yfir daginn eftir því sem þarf.

Við bjóðum hvorki góð laun eða friðsælt umhverfi en amk. góðar samlokur og kaffi, fínan félagsskap og frábært útsýni á keppnina. Fyrrum keppendur og reynsluboltar eru sérstaklega velkomnir – ef þú ert til í að hjálpa okkur væri fínt að fá póst á palmarpet@hotmail.com (má líka vera bara hluta af deginum s.s. 13-16 og við púslum í kringum það)

En að öðru, það verður ekki önnur bikarkeppni í vikunni en í staðinn verða startæfingar á steypunni. Fyrirkomulagið verður þannig að ef þátttaka verður góð stillum við á línu eftir styrkleika, hliðin droppa og allir keyra einn heilan hring í brautinni og yfir endapallinn við húsið. Keyra niður með tjörninni og beygja til hægri út úr braut og inn í S-beygjurnar og bíða eftir næsta starti. Byrjar kl. 18.30 og stendur til 19.30 – kostar ekki neitt, bara að mæta og hafa gaman – hægt að hjóla á undan og eftir.

Guggi verður á staðnum með hljóðmælingagræjuna ef einhver vill vera viss um að vera ekki Off-limit í síðustu keppni.

Ein hugrenning um “Aðstoð óskast á laugardaginn – startæfingar í kvöld”

Skildu eftir svar