Motocross í Bolaöldu á morgun laugardag 7.9.13

5. og síðasta umferðin í motocrossi þetta sumarið fer fram á svæði Vélhjólaíþróttaklúbbsins í Bolaöldu á morgun. Tímatökur hefjast kl. 10.30 og fyrsta keppni um kl. 12. Mikil vinna hefur verið lögð í að gera brautina sem allra besta og verður spennandi að sjá hvernig brautin keyrist í keppni á morgun. Um 75 ökumenn eru skráðir til keppni í fimmflokkum. Spennan er gífurleg í MX Open þar sem Kári Jónsson getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil í motocrossi og þá mögulega sigrað tvöfalt í ár en hann er líka efstur í Íslandsmótinu í Enduro ECC. Hvernig sem fer þá verður hörkukeppni á morgun. Gert er ráð fyrir þokkalega veðri fyrripart og nú er bara að vona að veðrið haldist gott fram á kvöld og við sleppum við að vera með fjórðu drullukeppnina í sumar – 7 – 9 -13 🙂

 

Skildu eftir svar