Tilkynning frá MSÍ

Fyrsta umferð Íslandsmótsins i Motocross fer fram núna um helgina á svæði UMFS að Hrísmýri.

MSI vill benda keppendum à að dagskrá Íslandsmótsins hefur verið breytt þetta àrið.

Helsti tilgangur þessara breytinga er að stytta viðveru keppenda og starfsmanna á keppnisdag.

 Því sem hefur verið breytt er eftirfarandi:

Hér eftir verða hjól ekki skoðuð fyrir keppni.Í stað fyrirskoðunar verður skoðunarmaður MSÍ á staðnum sem mun gera úrtakskönnun á keppnishjólum à meðan keppni stendur.Keppendur geta átt von á því hvenær sem er á keppnisdegi að þurfa vera tilbúnir með hjólin til skoðunar ef þess er krafist.

Standist hjólið ekki þessa úrtakskönnun þá geta keppendur átt von á því að þurfa gera úrbættur áður en áfram er haldið. Það er því töluverð pressa á eigendum hjóla að vera með þessa hluti i lagi allan keppnisdaginn.

Atriði sem MSÍ kemur til með að skoða á hjólum er sömu atriði og gamla fyrirkomulagið gerði ráð fyrir.

Sem dæmi eru þetta hlutir eins og að hjálmur sé í lagi og ekki með djúpum rispum,handföng heil og ekki með opnum endum,Kúplings og bremsuhaldföng séu ekki brotin og með oddhvössum brúnum,Plöst séu ekki brotin,bremsur séu í lagi,og keppandi getið framvísað annaðhvort skráningarnúmeri eða kvittun fyrir tryggingargreiðslu fyrir hjólið.

MSÍ mun líka í sumar framkvæma hljóðmælingar á hjólum.

Athugið að forráðarmenn keppenda undir 18 ára verða eins og áður að skila inn undirritaðri þáttökuyfirlýsingu.

Önnur breytting sem hefur verið gerð er að Tímataka hefur verið stytt í öllum flokkum.

Þriðja breyttingin er að Moto tími hefur verið styttur i MX1 og MX2.

MSÍ vonar að með þessum breyttingum verði hugsanlega auðveldara að fá fólk til starfa við keppnirnar þar sem að keppnisdagurin hefur verið styttur í báða enda.

 

Skildu eftir svar