Drullugaman í 1. umferð Íslandsmótsins í Motocrossi á Selfossi

Fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Motocrossi fór fram á Selfossi í dag. Það er óhætt að segja að veðrið hafi spilað stórt hlutverk í keppninni í dag en miklar rigningar undanfarna daga og í nótt gerðu keppnina að drullukeppni fyrir allan peninginn. Selfyssingar brugðu á það ráð að stytta brautina fyrir keppni og klippa út blautasta kaflinn sem bjargaði heilmiklu. Það breytti þó ekki því að brautin var á floti og hrikalega erfið. Keppendur kvörtuðu þó ekki og skemmtu sér stórkostlega.

Kári Jónsson, Íslandsmeistari í Enduro í fyrra var eins og á heimavelli og sigraði daginn í MX-Open á fullu húsi stiga en Viktor Guðbergsson, Íslandsmeistarinn í Motocrossi 2012,  varð í öðru sæti. Það var gaman að sjá gamalkunnuga kappa taka á því í Open flokknum í dag en Jóhann Ögri Elvarsson tók þátt í honum eftir langt hlé og stóð sig fantavel og endaði í 6. sæti. Michael B. David og fleiri færðu sig ennfremur úr B-flokki í MX Open og ber að hrósa þeim fyrir það og frammistöðu dagsins. Þau mistök urðu í verðlaunaafhendingu að úrslit í 85 flokki kvenna snerust á hvolf og voru rangt afhent og við biðjumst velvirðingar á því. Helstu úrslit má sjá hér fyrir neðan en keppnin í heild sinni og úrslit flokka komin inn á http://www.mylaps.com/en/events/909925. MyLaps vefurinn er í e-h veseni og staða í Íslandsmóti birtist um leið og það lagast.

MX Kvennaflokkur
1. sæti 132 Karen Arnardóttir
2. sæti 31 Aníta Hauksdóttir
3. sæti 34 Signý Stefánsdóttir
 

MX kvenna (unglingaflokkur)
1. sæti 558 Brynja Hlíf Hjaltadóttir
2. sæti 625 Sóley Sara Michaelsdóttir David  

85 flokkur karla
1. sæti  338 Oliver Örn Sverrisson
2. sæti  20 Viggó Smári Pétursson
3. sæti  99 Víðir Tristan Víðisson  

85 flokkur karla (yngri)
1. sæti  140 Arnar Ingi Júlíusson
2. sæti  245 Elmar Darri Vilhelmsson
3. sæti  416 Arnar Freyr Viðarsson  

85 flokkur kvenna
1. sæti  602 María Líf Reynisdóttir
2. sæti  632 Gyða Dögg Heiðarsdóttir
3. sæti  499 Ragna Steinunn Arnarsdóttir  

Unglingaflokkur karla
1. sæti  12 Guðbjartur Magnússon
2. sæti  671 Einar Sigurðsson
3. sæti  815 Þorsteinn Helgi Sigurðarson
 

Unglingaflokkur karla (yngri)
1. sæti  413 Hlynur Örn Hrafnkelsson
2. sæti  758 Sebastían Georg Arnfj Vignisson
3. sæti  597 Sigurður Heiðar Pétursson  

B-flokkur
1. sæti  415 Tómas H. Valdimarsson
2. sæti  35 Pétur Ingiberg Smárason
3. sæti  595 Björn Torfi Axelsson  

40+ flokkur
1. sæti  10 Haukur Þorsteinsson
2. sæti  3 Reynir Jónsson
3. sæti  48 Ernir Freyr Sigurðsson  

MX2
1. sæti  37 Kjartan Gunnarsson
2. sæti  206 Ævar Sveinn Sveinsson
3. sæti  Jökull Atli Harðarson  

MX Open
1. sæti  46 Kári Jónsson
2. sæti  84 Viktor Guðbergsson
3. sæti  123 Sölvi Borgar Sveinsson  

Skildu eftir svar