Hvað er stjórn VÍK eiginlega að bauka þessa dagana?

Stjórn VÍK hittist formlega í fyrsta skipti eftir aðalfund sl. þriðjudag. Mörg mál eru jafnan rædd í tölvupósti en að jafnaði eru stjórnarfundir haldnir mánaðarlega. Í stjórn eru í ár undirritaður, Guðbjartur Stefánsson, Ólafur Þór Gíslason, Birgir Már Georgsson, Pálmar Pétursson, Páll G. Jónsson, Garðar Atli Jóhannsson og Sverrir Jónsson og við ætlum að gera okkar besta til reka gott félag og félagsstarf næsta árið eða svo.

Helstu umræðuefni þessa fundar voru ma:

Klaustur 2013 – keppnin verður haldin 25. maí nk. og verður farin vinnuferð í vor til að skoða breytingar sem þarf að gera á brautinni vegna flóðgarða ofl. Skráning hefst í byrju mars og verður rækilega kynnt þá. Unnið er að uppsetningu á vef fyrir keppnina. Fjölmörg atriði voru jafnframt sett á blað sem þarf að laga, breyta og bæta fyrir næstu keppni – bara gaman.

Barna- og unglingastarf – æfingar hafa gengið ágætlega og verið þokkalega sóttar alveg fram á haust. Nú bregður svo við að við höfum ekki fengið að fara með æfingar inn í Reiðhöllina í Víðidal. Ég er búinn að ræða við formann Fáks og við náum vonandi að saman um e-h lausn svo við getum byrjað aftur með krakkaæfingar í Reiðhöllinni.

Félags- og brautargjöld 2013 – mikil umræða og pælingar hafa verið í stjórn um þessa hluti og við munum kynna eftir áramót nýjar útfærslur að þessu sem fá vonandi góð viðbrögð.

Almennt félagsstarf – eins og allir sjá sem kíkja inn á mótorhjólavefsíðurnar þá er sportið í risalægð þessa dagana. Eitt af markmiðum er að bjóða upp á meira félagsstarf. Meðal annars eru hugmyndir á borðinu um eftirfarandi viðburði:
Janúar – fyrirlestur um næringu, hjólafólk þarf að borða vel og hollt.
Febrúar – skyndihjálparnámskeið, slys gerast og þá er gott að vita hvað á að gera.
Mars (lok febrúar) – almennur félagsfundur til að kynna Klaustur 2013 og kalla eftir hugmyndum fyrir starfið 2013.
Apríl og maí – viðgerðadagur fyrir alla áhugasama félagsmenn. Hjól þurfa viðhald og sumir vita meira en aðrir og vilja  deila því með hinum.

Einnig voru ræddar hugmyndir að nýstárlegri bikarkeppni á ís sem við stefnum á að halda 19. janúar ef veður og ísalög í nágrenni Reykjavíkur leyfa.

Annað sem kom til tals voru meðal annars uppsetning vefmyndavélar í Bolaöldu og kaup á hjartastuðtæki (enda 40+ flokkurinn orðinn einna stærstu í motocrossinu 🙂

Ég vona að þetta varpi ljósi á hvað erum að hugsa og gera þessa dagana. Við erum síðan alltaf móttækilegir fyrir góðum hugmyndum og ábendingum og mig langar að fá komment frá ykkur varðandi þetta og annað sem þið mynduð vilja sjá gerast hjá félaginu á næsta ári.

Með kveðju, Hrafnkell Sigtryggsson aka. Keli formaður 🙂

Skildu eftir svar