Fyrirlestur um ferðamennsku á vegslóðum

Við bjóðum þér til fyrirlestrar og málþings mánudaginn 26. nóvember næstkomandi klukkan 15:00 – 17:00 á Hótel Natura (Loftleiðir).

Fjallað verður um útivist og ferðamennsku þar sem vegir og vegslóðir eru hluti af upplifuninni. Komið verður inn á hvernig hægt er að verja umhverfið með skipulagningu og fræðslu, og þannig stuðla að sjálfbærni vegslóða.

Fyrirlesararnir Russ Ehnes og Tom Crimmins

Til landsins hafa verið fengnir þeir Russ Ehnes og Tom Crimmins til að miðla sinni reynslu af þessum málefnum í Bandaríkjum. Russ Ehnes er framkvæmdastjóri NOHVCC samtakanna og hefur áratuga reynslu af stjórnun umferðar á fáförnum ferðaleiðum. Tom Crimmins er fyrrverandi starfsmaður US forest service til 32 ára og með 20 ára reynslu af stjórnun vegslóða. Tom er einnig höfundur bókarinnar Management Guidelines for OHV recreation.

Efni fyrirlestrarins verður meðal annars :

Geta vegir og vegslóðir verið umhverfisvænar?
Er hægt að samnýta vegslóðir fyrir ólíka ferðahópa?
Hvað er vegur og hvað er vegslóð?
Breidd vegar/vegslóðar. Þarf vegur að vera fyrir alla umferð?
Viðhald og sjálfbærni eða lokun?
Hvað þarf til að halda umferð á vegi/vegslóð?
Hverjar eru þarfir þeirra sem nýta vegi?
Þarf umferð að geta verið á skilgreindum svæðum utan vegakerfis?

Smelltu hér til að sjá nánari upplýsingar um fundinn.

Í lok fyrirlestra verður opið fyrir umræður.
Fundurinn fer fram á ensku.

Með von um að þú sjáir þér fært að taka þátt í umræðum um þetta mikilvæga málefni.

Kærar kveðjur

Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir
Ferðaklúbburinn 4×4
Landsamband íslenskra vélsleðamanna
Skotvís (Skotveiðifélag Íslands)

SKRÁÐU ÞIG HÉR

Skildu eftir svar