Crossfitæfingar að byrja aftur

Hópurinn eftir geðveika æfingu í öllum motocrossgallanum 30.4.2011

Já það er komið að því að byrja aftur með crossfitæfingarnar. Við hittumst í Crossfit Reykjavík, Skeifunni á mánudögum og miðvikudögum kl. 18 og tökum vel á því. Ef stemning er fyrir þriðju æfingunni þá verður hún á laugardagsmorgnum kl. 1o. Æfingarnar hefjast alltaf á góðri upphitun og kennslu en síðan tökum við æfingu dagsins saman. Ef við á tökum við sérstaka hjólabónusæfingu að auki og góðar teygjur í lokin.
Við Árni #100 verðum til skiptis með æfingarnar og ábyrgjumst góða stemningu og mikil átök. Þeir sem vilja prófa æfingarnar eru velkomnir en við tökum sérstaklega vel á móti þeim og pössum að menn fari rétt af stað. Hinir sem hafa mætt áður drífa sig bara á staðinn. Verðið á æfingunum er 14.000 fram að áramótum fyrir tvær æfingar í viku og 21.000 kr. fyrir þrjá æfingar í viku. Sjáumst í Skeifunni. Kv. Keli og Árni

KORTIN ERU KOMIN Í SÖLU HÉR FYRIR NEÐAN

CrossFit æfingar VÍK
3x í viku til áramóta
21.000 ISK

CrossFit æfingar VÍK
2x í viku til áramóta
14.000 ISK

CrossFit æfingar VÍK
15 skipta kort til áramóta
12.500 ISK

Skildu eftir svar