Bolaöldubrautir

Bolaöldubrautirnar skörtuðu sýnu fegursta í gærkvöldi. Fullkominn raki, frábær uppstökk og lendingar, ruttsar hér og þar, engin kvöldsól að bögga, fullt af fólki að leika sér, háþrýstidæla til að hreinsa hjólin áður en haldið var heim á leið. Meira að segja tók einn góður maður flugferð út í móa þar sem hann gleymdi sér í hamingjunni og stökk þar sem ekki átti að stökkva 🙂 .  Dagurinn í dag verður á sama veg: Fullkominn raki, frábær uppstökk og lendingar, Garðar sveittur við að viðhalda brautinni til kl 16:00. Og þá verður= Fullt af fólki að leika sér og allir með árs – miða á hjólunum.  Gaman saman. 

Þar sem síðasta MX keppni ársins verður í Bolaöldubraut þá er vert að minnast þess að síðasti dagur til að æfa sig verður Miðvikudagurinn 22.08.12. Nú er um að gera að nýta sér veðrið og aðstæður.

Brautarstjórn

PS: Heyrst hefur að : “ K- formó“ hafi misst sig í gleðinni og hafi ekki yfirgefið brautina fyrr en um 8 leytið í morgun, þvílík var hamingjan.

Skildu eftir svar