Kjartan fær styrk frá bænum

Styrkþegar í ár

Kjartan Gunnarsson var einn þeirra sem hlutu styrk frá Mosfellsbæ til að stunda íþrótt sína í sumar eins og sjá má á eftirfarandi tilkynningu frá bænum:

Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti á dögunum 13 ungmennum styrk til að stunda sína íþrótt, tómstund eða list yfir sumartímann. Margir hæfir umsækjendur sóttu um, 13 strákar og 9 stúlkur.

Í frétt á vef Mosfellsbæjar segir að við valið hafi nefndin stuðst við reglur sem byggjast á vilja Mosfellsbæjar til að koma til móts við ungmenni sem, vegna tómstunda sinna, geta ekki með sama hætti og jafnaldrar þeirra stundað launuð störf.

Þessi meginregla auk reglunnar um að jafna beri styrkjum milli kynja, aldurshópa, list- íþrótta- og tómstundagreina er það sem íþrótta- og tómstundanefnd styðst við þegar valið er í þennan hóp.

Umsækjendur áttu það allir sameiginlegt að þau langar og þurfa að nota sumartímann til æfinga, koma fram á viðburðum eða vera við keppni.

Þeir sem hlutu styrkinn í ár eru:

Emil Tumi Víglundsson, til að stunda götuhjólreiðar
Sigurpáll Melberg Pálsson, til að stunda knattspyrnu
Súsanna Katarína Guðmundsdóttir, til að stunda hestaíþróttir
Þuríður Björg Björgvinsdóttir, til að stunda listskautahlaup
Arna Rún Kristjánsdóttir, til að stunda golf
Stefán Ás Ingvarsson, til að stunda badminton
Gunnar Birgisson, til að stunda skíðagöngu
Böðvar Páll Ásgeirsson, til að stunda handbolta
Halldóra Þóra Birgisdóttir, til að stunda knattspyrnu
Hannah Rós Sigurðardóttir, til að stunda kvikmyndagerðarlist
Kjartan Gunnarsson, til að iðka motocross
Sigurður Kári Árnason, til að leggja stund á stærðfræði
Friðrik Karl Karlsson, til að stunda frjálsar íþróttir

(tekið af mosfellsbaer.is)

Skildu eftir svar