Skráning hafin í Íslandsmótin

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Íslandsmótið 2012 í Moto-Cross og Enduro-CC. Alls verða 6 keppnir í Moto-Cross og gilda 5 bestu keppnir keppanda til Íslandsmeistara. 4 keppnisdagar verða í Enduro-CC en tvær umferðir fara fram á keppnisdegi, 3 bestu keppnisdagar keppanda gilda til Íslandsmeistara, 6 umferðir af 8. Ekki er hægt að ógilda 2 slökustu umferðirnar af 8, ógilda verður slakasta árangur samanlagt frá einum keppnisdegi í E-CC.

Skráningu í Íslandsmeistarakeppnir MSÍ líkur alltaf kl: 21:00 á þriðjudagskvöldum vikuna fyrir mótsdag (4 dögum fyrir keppni). Engar undanþágur eru frá þessari reglu. Keppendum sem eru að keppa í fyrsta skipti er bent á að skrá sig vel tímanlega, allavegana 10 dögum fyrir keppni til þess að hægt sé að lagfæra hluti sem geta komið upp og hamlað geta skráningu. Ef keppendur eru í vandræðum með skráningu inn á www.msisport,is skulu þeir hafa samband við formann þess akstursíþróttafélags sem þeir eru skráðir í. Aðrar athugasemdir eða vandræði skal tilkynna með tölvupósti á skraning@msisport.is.

Keppendur eru minntir á að kynna sér reglur MSÍ og hafa ávalt með sér dagskrá og keppnisreglur á keppnisstað.

Keppnisdagatal má sjá hér.

Skráning í liðakeppnir er einnig hafin og má lesa um liðakeppnirnar í Lesa Meira hér fyrir neðan.

Liðakeppni í Enduro

Keppnislið í Enduro-CC athugið að skrá þarf keppnislið á skraning@msisport.is
Taka þarf fram nafn liðs, keppnisflokk, 1-3 keppendur og keppnisnúmer þeirra ásamt nafn liðsstjóra. Skráningargjald fyrir keppnislið er 5.000,- fyrir árið 2012 og þarf að leggja það inn á reikning MSÍ.
Kt. 500100-3540 Banki 525-26–401270 og senda staðfestingu á greiðslu á skraning@msisport.is merkt keppnisliði.
Nánari upplýsingar um skráningu liða er að finna undir “reglur” “keppnisreglur liðakeppni”
Athugið, ógreitt lið telur engin stig.
Að gefnu tilefni er minnt á að kynna sér vel keppnisreglur og reglur um liðakeppni MSÍ.
Til þess að liðakeppni fari fram og teljist lögleg þarf að lágmarki 3 keppnislið í hvern flokk.
Keppnisgjald er ekki endurgreitt þótt lágmarksfjölda sé ekki náð.

Liðakeppni í Motocross

Keppnislið í Moto-Cross athugið að skrá þarf keppnislið á skraning@msisport.is
Taka þarf fram nafn liðs, keppnisflokk, 1-3 keppendur og keppnisnúmer þeirra ásamt nafn liðsstjóra. Skráningargjald fyrir keppnislið er 5.000,- fyrir árið 2012 og þarf að leggja það inn á reikning MSÍ.
Kt. 500100-3540 Banki 525-26–401270 og senda staðfestingu á greiðslu á skraning@msisport.is merkt keppnisliði.
Nánari upplýsingar um skráningu liða er að finna undir “reglur” “keppnisreglur liðakeppni”
Athugið, ógreitt lið telur engin stig.
Að gefnu tilefni er minnt á að kynna sér vel keppnisreglur og reglur um liðakeppni MSÍ.
Til þess að liðakeppni fari fram og teljist lögleg þarf að lágmarki 3 keppnislið í hvern flokk.
Keppnisgjald er ekki endurgreitt þótt lágmarksfjölda sé ekki náð.

Ein hugrenning um “Skráning hafin í Íslandsmótin”

  1. Það virðist vera eitthvað að ECC skráningunni, keppendalistinn kemur ekki upp og ekki er hægt að skrá sig lengur.

    kv
    sjens

Skildu eftir svar