Myndir frá krakkaæfingu VÍK í sumar

Hópurinn hlustar á Arnar Inga

VÍK stóð fyrir krakka- og unglingaæfingum í sumar eins og undanfarin ár. Þar voru framtíðarökumenn landsins samankomnir að læra undirstöðurnar í motocrossi og margir þeirra með drauma um Íslandsmeistaratitla í framtíðinni, bæði stelpur og strákar.

Undirritaður kíkti á æfingu í Bolaöldu í sumar og loksins koma myndirnar nú á vefinn. Gulli og Helgi Már hafa staðið fyrir æfingunum en þegar okkur bar að garði voru þeir báðir í fríi og Aron Berg og Arnar Ingi leystu þá af.

Vefalbúmið

Skildu eftir svar