Dagur tvö í Finnlandi

Ný Metzeler sending að detta í hús hjá JHM

Þá er öðrum sólríkum og frábærum degi í Finnlandi lokið og var í nógu að snúast í dag. Við vöknuðum eldsnemma og skelltum okkur í morgunmat á sveitasetrinu sem við gistum á. Hlaðborðið kom öllum á óvart og héldu allir af stað saddir og sáttir.

Þegar við komum á pittsvæðið var byrjað á að henda upp tjöldunum og græja íslenska svæðið, og aftur var glampandi sól og rúmlega 20 gráður úti. Við keppendurnir þurftum svo að fara á „race office“ og skrá okkur inn. Allt gekk smurt og þá var farið í að fá dekk og mýs frá Metzeler trukknum sem Jón JHM var búinn að plögga fyrir liðið. Gæjinn mætti svo á vespu með fulla kerru aftaní af músum og svo næst dekkjum.

Þá var tekið til við að græja öll hjól og teknar nokkrar æfingar í dekkjaskiptunum. Öllum gekk vel og búnir að sjá bestu aðferðina við skiptin. Þetta var ekki síður góð æfing fyrir mekkana sem þurftu að passa sig að grípa ekki inní heldur bara standa og rétta verkfæri og leiðbeina. Tedda, Erna og Þorri fóru í bæjarleiðangur á meðan þessu stóð að versla nesti og græja bensín og ýmislegt annað fyrir hjólin. Það voru svo allir frekar sáttir þegar „smyrjurnar“ mættu til baka að fæða mannskapinn.

Þegar öll hjól voru dekkjuð og klár var næsta skref að negla í hljóðmælingu. Haukur fór fyrstur og kom til baka með alltof háa mælingu, þá tók við að græja og gera hjá honum. Við hinir fórum koll af kolli og vorum allir innan marka. Loks tókst hauki að komast í gegn og koll af kolli fóru öll hjólin í gegnum skoðun og var komið fyrir í „Parc Fermé“ sem er lokað geymslusvæði fyrir hjólin niðri á bryggju. Núna fáum við hjólin svo ekkert í hendurnar fyrr en á mánudagsmorgun rétt áður en keppni hefst.

Það var flott að rölta um pittsvæðið og sjá öll liðin og mikið líf hjá öllum. Við gengum svo frá í pittinum og héldum inn í bæ á veitingastað þar sem við fengum alveg svaka gott að borða. Eftir matinn var komið við í verslunarmiðstöð og allir græjuðu sig upp með það sem vantaði áður en við héldum heim á sveitasetrið. Allir hópuðust svo niður að á þar sem var buslað og fíflast á bátum og svo tekin sauna inn á milli.

Núna er allir að skríða í koju og ekki annað hægt að segja en að allir séu alsælir með allt saman. Á morgun er planið að keyra um og skoða öll „service“ svæðin útí braut og „special stage-in“. Pabbi og Árni kíktu reyndar við á einu „special stage-i“ á leiðinni heim og voru mjög spenntir með brautina svo það verður gaman að kíkja á þetta alltsaman á morgun !

Allur hópurin skilar kveðju heim og við viljum benda öllum á nýju facebook síðuna (facebook.com/isde2011teamiceland) þar sem fréttir og myndir flæða inn !

Þar til næst,
Jonni


Skildu eftir svar