Stökkfjör í Bolaöldum.

Þar sem stórhuga menn tóku sig til og fluttu inn eins og einn svalann Svía þá varð að gera þá undantekningu að leyfa honum aðeins að æfa sig í Bolaöldubraut við Íslenskar blautviðris aðstæður í gærkvöldi. Nokkrir svellkaldir hjólarar fengu að vera með til að sýna honum hvernig ætti að gera þetta. Svíinn mun taka þátt í keppninni á Akureyri og verður gaman að sjá hvort að hann komi ekki smá fjöri í forustusauðina í MX Open og MX 2 flokkum. Ekki eru gæði myndanna góðar en vonandi virðið þig verkið fyrir viljann. Btw… Bolaöldubraut er í flottu standi, í gær var þetta fína drullusvað hér og þar um brautina og mynduðust þessir flottu ruttar í þeim þegar búið var að keyra hana svolítið til. Fyrir þá sem ætla að nýta sér brautina næstu daga þá verður það bara ánægja og gleði. 

Brautarstjórar Bolaöldubrautar Óli G og Gulli K.


Skildu eftir svar