Skráningu lýkur í kvöld í motocrossið – Íslandsmeistarinn ekki með!!

Eftir tæpan klukkutíma, eða klukkan 21 verður lokað fyrir skráningu í fyrstu umferðina í Íslandsmótinu í motocrossi. Nú þegar eru tæplega 70 skráðir og vonandi eru enn þónokkrir sem ákveða að drífa sig af stað og skrá sig á lokasprettinum. Eitt er þó víst að Íslandsmeistarinn Aron Ómarsson ætlar ekki að skrá sig eða eins og hann segir í facebook færslu rétt í þessu „ætla bara að slaka á aðeins í sumar“.

Þar er skarð fyrir skildi og vonandi að hann láti sjá sig í sem flestar keppnir í sumar.

Keppnin verður haldin á Sauðárkrók á laugardaginn og skráningarlistinn er hér.

Skildu eftir svar