AFLÝST – Klausturskeppni – AFLÝST ! ! !

Það er þyngra en tárum taki að þurfa að gera þetta en ekkert annað er hægt í stöðunni.
Aðstæður á Klaustri eru orðnar óviðráðanlegar.  Núna er 15m/sek og askan þyrlast stanslaust upp.

Á morgun er spáð sól og þurrki – engin væta í kortunum!
Reynt hefur verið að bleyta í brautinni en það er borin von að hafa við þurkinum.

Stjórn hefur tekið þá þungu ákvörðun að AFLÝSA Klausturskeppninni í ár!  Enn hefur ekki verið ákveðið nákvæmlega hvernig haldið verður á öllum málum í þessu sambandi, en mögulega mun upprunalegur ráslisti halda sér og keppnisgjöld renni að mestu eða alfarið uppí keppnisgjöld að ári.
Fjöldi sæta hefur skipt um eigendur og við skoðum það betur á næstunni hvernig við vinnum úr því.  Enn hefur ekki unnist tími til þess að ákveða nákvæmlega hvernig þessi mál verða en við biðjum fólk um biðlund næstu dag þar til frekari ákvörðunar er að vænta.

Stjórn VÍK harmar þessa niðurstöðu en hún er óumflýjanleg í ljósi aðstæðna.

18 hugrenningar um “AFLÝST – Klausturskeppni – AFLÝST ! ! !”

 1. Flott áhvörðun hjá ykkur ekki gott að vera íþróttamaður og anda að sér þessari ný föllnu ösku sem er yfir svæðinu… Hlakka til eftir ár að koma og þá vonadi í betra form á stað og mér 😀

 2. Þó er stefnan tekinn á Kótilettuna á Selfossi
  ( http://WWW.KOTELETTAN.IS ) og þá getur maður hjólað aðeins í selfoss braut, spurning a’ búa til smá race, fyrst maður er komin með rásnúmer og alles. svo skemmir ekki fyrir að Jet Black Joe er að spila þar í kvöld.
  Hvet flest að kíkja á þetta
  http://2011.kotelettan.is/

 3. Flott ákvörðun, HALLÓ …………..

  Toppaðstæður í gær og hvað svo í dag aflýsa þessu, já flott ákvörðun, spurning að aflýsa svona stórum viðburði með FYRIRVARA.

  Gott fyrir alla sem eru að keyra landshluta á milli og komnir á staðinn eða áleiðis.

  Þetta er eitt stórt klúður…..

 4. ég skil þessa ákvörðun mjög vel og mjög erfitt fyrir alla sem að komið hafa að undirbúningsvinnu.
  þá er bara að vona að maður komist inn að ári og hafi gaman af 🙂
  Baráttukveðjur í sveitina.

 5. HALLÓ ræður þú við nátúruna!!!! get svo sem verið sammála um margt klúður í kringum þetta en þetta er eina vitið að fresta þessu þetta hefði sloppið ef það hefði ringt eins og var í spánum en mig personulega langar ekki að vera þarna núna og fylla lungun af þessu ógeði og klára mótorinn í hjólinu hjá mér þá er ódýrara að rúnta á milli landshluta heðdur enn taka þatt í svona bulli…..

 6. Að sjálfsögðu vill engin vera þarna að hjóla í þessu eða með fjölskylduna þarna.
  En sú ákvörðun að halda þetta þessa helgi er stóra klúðrið.
  Fyrst að aðstæður eru svona átti aldrei að treysta á rigningu og vona að allt gangi upp.

 7. Það er allt annað mál. Væriru sáttari ef kepninn hefði verið við þessar aðstæður? og þurfa skrá sig aftur að ári ég held ekki nú á maður bara sæti í keppnini næst og hefur bara meiri tíma til undirbúnings og hver veit kanski verður ástandi í heild sinni orðið betra og menn komast á nýrri hjólum í keppnin að ári hver veit….

 8. Hárrétt ákvörðun hjá VÍK. En að mínu mati hefði verið hægt að sjá þetta fyrir.Vinur minn var að vinna á klaustri í vikunni og þá sá hann um 100m fram fyrir sig á miðvikudaginn samt ringdi um helgina síðustu. Það er aldrei hægt að treysta veðri á Íslandi

 9. Erfið en rétt ákvörðun hjá VÍK. Þetta var það eina skynsamlega í erfiðri stöðu. Menn gerðu sitt besta en náttúruöflin höfðu yfirhöndina í þetta sinn. Ég hlakka til að mæta að ári. :o)

 10. Maður er kannski pirraður þessa stundina eftir að hafa keyrt í 5 klukkutíma fullur tilhlökkunar eftir að hafa lesið um topp aðstæður á Klaustri, undirbúið sig í vikunni, borgað gistingu, bensín, mótsgjald og allan fjandann fyrir þetta ævintýri.
  Þá finnst mér persónulega klúður vægt til orða tekið, ég hallast frekar að ábyrgðarleysi. Ef maður rennir yfir þessa umræðu sem hefur átt sér stað þá voru flestir nema skipuleggjendur sem vissu af þessum möguleika þ.e. að aðstæður væru ekki til þess fallnar að halda mót, en þeir voru oftar en ekki sakaðir um væl, Allavega er ég til í að væla aðeins núna, en jafna mig vonandi fljótt

 11. Ég held ég sé ekki einn um það að vera pirraður yfir þessu en ég er ekki bara pirraður ég er drullu fúll! Ég skyldi það mjög vel í fyrra skiptið að það þurfti að fresta þessu og ég skyl það mjög vel að það þurfti að fresta þessu í seinna skitið en það er ekki gert og seint heldur alltof seint!! Ég sem betur fer lagði ekki af stað fyrr en um 12 og var kominn að hellu þegar ég vissi að keppninni var frestað þannig ég gat snúið við í tíma. En nú er ég með nokkrar spurningar til ykkar stjórnarmanna í vík. Fór einginn þarna uppeftir til að athuga hvort þetta væri hægt á fimtudeigi því það hefði breitt mörgu? Hvernig getur það gerst að það kemur frétt um það séu toppaðstæður á klaustri og 12 tímum seinna sjái þið að þetta er ekki hægt? Og eitt að lokum ef þetta hefði verið betur hugsað hefði ég ekki eitt síðustu viku í að plana hvernig ég ætti að komast með að aflísa mig í fermingu hinu meigin á landinu (þóshöfn) Sona mín lokaorð það er ekki hægt að segja neitt jákvætt um þá ákvörðun að halda þetta hvað þá með hversu seint það var ákveðið að fresta þessu. sé mikið eftir að hlusta ekki á vælukjóanna Þetta var ekki klúður þetta er skandall!!

 12. Eigum við ekki að róa okkur, ég held að það sé enginn í fullri vinnu frá Msí eða Vík að vinna að svona keppni(allir meira eða minna í sjálfboðavinnu). Í kortunum var rigning, sem gekk ekki eftir, þar af leiðandi á síðustu stundu breytust aðstæður sem ekki var hægt að sjá fyrir. Fyrir mitt leyti held ég að óskhyggjan hafi borið menn ofurliði í þessu máli.
  En við skulum ekki gleyma því að bæði landeigendur og aðstendur kepppninar voru búnir að leggja mikla vinnu og peninga í þetta, og eru þeir væntanlega ekkert minna ósáttir en við.
  Klárum pirringinn sem fyrst, og látum okkur svo hlakka til KLAUSTUR 2012.

 13. Menn ættu að byrja á því að anda rólega

  Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum þá hafði stjórn Vík aðeins um þessa einu helgi að velja eftir að keppninni var frestað og eins og veðurspáin leit út 10 dögum fyrir áætlaða keppni þá leit þetta vænlega út. Þetta hefði getað orðið í fínu lagi, líkurnar voru keppninni í vil, þannig að við skulum hætta að agnúast út í stjórnina sem er almennt að vinna gott starf fyrir okkur félagsmenn.
  En ein hugmynd: Það er klárlega markaður fyrir eina stóra 6 tíma endurokeppni. þar sem vissir fordómar virðast vera fyrir slíku keppnishaldi í Bolaöldu (tek persónulega ekki undir það )hvernig væri þá að halda eina slíka á Jaðri í Júlí? Alveg þrælskemmtilegur hringur.
  Með kveðju, Jósef.

 14. Stjórnin væri líka ekkert án okkar, það vill stundum gleymast í svona félagsskap.
  En hárrétt ákvörðun engu að síður, ný aska er ekki sama og gömul aska og getur farið miklu verr með bæði menn og tæki.

  En afhverju má ekki halda miðnætur enduro í Bolaöldu í staðinn eins og var gert eitt árið?

 15. Jæja,

  Ég og fimm aðrir góðir menn vorum á enduro og fjórhjólum um helgina á Klaustri eða þar í kring að hjóla og það var ekki listugt að éta öskuna frá næsta manni á undann. Við vorum bara að hjóla okkur til skemmtunar og urðum að halda okkur allavega 30 m frá næsta manni til að sjá eitthvað ! ég vil ekki einu sinni hugsa til þess hvernig hefði verið að keppa með 200 öðrum í þessum viðbjóði… einnig náðum við tali af mönnum í brautinni sjálfri og einn sagði okkur að hjól hefðuekki verið meira en svona tvo hringi áður en loftsían var orðin eins og steypuklumpur.

 16. ég og margir aðrir hjóluðum 3 hringi án þess að skipta um loftsíu, var bara með svona sokk yfir loftsíunni sem fæst í Nítró.

  Aðstæður voru geðveikar á Klaustri, hefði bara verið erfið og brutal keppni ef hún hefði verið.

  Brautin var snild í alla staði og hlakka ég bara til fyrir 2012 😀

Skildu eftir svar