Vilja skilgreina hugtakið „vegur“

Tekið af mbl.is

Drög að frumvarpi um breytingartillögur á náttúruverndarlögum er nú opið til umsóknar.

Í drögunum er meðal annars lagt til að ákvæði í náttúruverndarlögum sem lúta að utanvegaakstri verði gerð skýrari. Þannig stendur til að skilgreina hugtakið „vegur“ í lögunum en hingað til hefur verið vísað til hugtakaskýringar umferðarlaga. Skilgreining á hugtakinu „vegur“ er rúmt í umferðarlögum og hafa mál sjaldnast leitt til sakfellingar fyrir akstur utan vega.

Ekki stendur þó til að breyta 17. gr. náttúruverndarlaga sem bannar akstur utan vega. Hins vegar kunna undanþáguheimildir að breytast.

Frumvarpsdrögin má finna hér.

Skildu eftir svar