Íslandsmót í Endurocross á Sauðárkróki – 20.nóv

Endurocross

Samkvæmt morgan.is verður Íslandsmeistaramót í Endurocross haldið á Sauðárkróki laugardaginn 20.nóvember. Mótið verður nánar tiltekið í Reiðhöllinni á Svaðastöðum. Ekki hefur áður verið haldið Íslandsmót í endurocrossi og vonandi er þetta einungis fyrsta keppnin í mótaröð í vetur.

Húsið opnar kl.11.00 en áhorfendasvæði kl.14.30 og keppni hefst kl.15.00
Skráning fer fram á síðu MSÍ

Sundlaugin verður opin til kl.19.30 á laugardeginum

Mælifell skemmtistaður býður uppá hlaðborð og ball fyrir 2.500,-
Skráning í matinn fer fram á helgaey@simnet.is

Skildu eftir svar