Síðastliðinn fimmtudag veitti Hjörtur L. Jónsson, stjórnarmaður í Slóðavinum, viðtöku styrks frá Pokasjóði. Styrkurinn er upp á þrjúhundruð þúsund krónur og verður notaður til að búa til útivistarkort af svæðinu í kringum Litlu-kaffistofuna. Undirbúningsvinna er langt komin og má búast við að kortið líti dagsins ljós á komandi hausti.
Heimild: slodavinir.org
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.