Íslandsmót í Sólbrekkubraut

Nú líður senn að Íslandsmóti í Sólbrekkubraut en það hefst laugardaginn 24.júlí n.k. Skráningin er á vef MSÍ. Við munum hafa sama fyrirkomulag varðandi flöggun og var haft á Íslandsmótinu í Álfsnesi og á Bikarmótinu í Sólbrekku þ.e. keppendur eða aðstoðarmenn þeirra sjá um flöggun.

Eins og þeir sem komið hafa nýlega á Sólbrekkubraut hafa tekið eftir hefur mikið verk verið unnið á síðustu vikum á svæðinu. Búið er aðkoma upp aðstöðu fyrir hjólafólk. Unnið er að grjóthreinsun innan brautarinnar og bætir það ímynd svæðisins mikið og er þar af nógu af taka. – Loooksins máttum við taka til hendinni ! Við eigum mikið verk óunnið fyrir höndum og ekki tekst að gera allt fyrir Íslandsmót en þetta kemur allt með tímanum.

Við viljum nota tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóginn og unnið óeigingjarnt og ómetanlegt starf í þágu félagsins á einn eða annan hátt á síðustu vikum, það verður seint fullþakkað.

Kveðja,

Stjórn Vélhjólaíþróttafélags Reykjaness.

Ein hugrenning um “Íslandsmót í Sólbrekkubraut”

Skildu eftir svar