Vefmyndavél

Bolaöldubraut

Stóra brautin í Bolaöldu verður opnuð kl 20:00 á morgun Miðvikudag.

Þeir vösku sem mættu til að aðstoða við brautina í kvöld hafa forgang til að hjóla í henni frá kl 17:00 fram að opnun.

Brautin var öll lagfærð, allir pallar slípaðir til, sumir lengdir, aðrir lækkaðir og einn var færður aðeins til. Nokkrar beyjur fengu yfirhalningu og brekkurnar tóku líka smá breytingum. Í heildina vonumst við til að brautin verði enn betri en áður.

Brautarstjórn

PS:

Brautin lýtur hrikalega vel út, prufuökumaðurinn okkar sagði brautina vera gjörsamlega „geðveika“

ATH!!! Garðar gæti jafnvel gefið undanþágur í brautina fyrr, ef velviljaður grjóttínslumaður lætur sjá sig tímalega.

Leave a Reply