Bikarmót í Sólbrekku á laugardaginn

Laugardaginn 10. júlí fer fram bikarmót í Sólbrekku, keppt verður í 85cc flokki, Kvennaflokki, B flokki og B 40+ flokki, Unglingaflokki og MX Open (MX2 teljast með MX Open).
Búið er að breyta Sólbrekkubraut og hefur akstursstefnu verið snúið við og er þetta mót haldið til þess að brautin teljist lögleg til Íslandsmeistarakeppni en 3. umferð Íslandsmótsins fer fram í Sólbrekku 24. júlí. Skráning í þessa keppni fer fram á msisport.is og stendur skráning opin til miðnættis fimmtudaginn 8. júlí. Keppnisgjald er 3.000 kr. fyrir 85cc, 4.000 kr. fyrir alla aðra flokka nema MX Open en þar er keppnisgjaldið 5.000 kr.
Tímatökubúnaður MSÍ verður notaður á þessari keppni og fyrir þá sem eiga ekki senda er bent á Nítró með leigusenda.
Brautin verður í toppstandi og er þetta keppni sem engin keppandi í Íslandsmótinu má láta fram hjá sér fara.

Smellið hér fyrir dagskrána fyrir daginn

Sjáumst hress á laugardaginn.
kv. Mótstjórn VÍR.

2 hugrenningar um “Bikarmót í Sólbrekku á laugardaginn”

  1. ég ætla að byrja á því að fagna þessu bikarmóti… það er frábært að fá fleiri mót inn í sumarið 🙂

    en hins vegar vil ég hér með lýsa yfir óánægju minni með að motoin í kvennaflokknum séu ekki jafn löng og öll önnur móto… mér finnst þetta algjörlega fáránlegt – ekki eins og það myndi lengja dagskrána mikið að bæta við þessum 6 mínútum :/

    kv. Hekla #336

  2. þessir snillingar sem ráða öllu hafa orðið við frekjunni í mér 😉 og við stelpurnar munum keyra jafn löng moto og strákarnir… vúhú 🙂

Skildu eftir svar