Þáttur á RÚV

Rakst á fyrir tililjun þátt á RÚV um Formula 3 kappakstur. Í þættinum er síðan sýndar nokkrar motocross klippur, bæði íslenskar og erlendar. Þar er meðal annars sýnt frá Íslandsmótinu á Ólafsfirði og sýna þeir viðtal við mig. Ef þið smellið á linkinn hér fyrir neðan og stillið svo spilarann á 3:25 að þá er sýnt frá Motocrossinu á Ólafsfirði. Svo í kringum 8:30 er sýnd helvíti flott klippa frá klaustri. Þá sést allur fjöldinn í mýrinni og einnig startið. Mæli með að þið kíkið á þetta, virkilega flott umfjöllun þar sem þáttastjórnendur koma því á framfæri að þetta sé klárlega vinsælasta mótorsportið á Íslandi í dag, og að þetta sé ein af 3 erfiðustu íþróttagreinum í heimi.

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4529536/2010/06/13/ <------ Þetta er linkurinn á þáttinn

 

Skildu eftir svar