Breytingar á dagskrá motocross keppna

Moto-Cross dagskrá 2010 hefur verið löguð til eftir að kom í ljós að hvíldartími á milli Moto 1 og2 í B flokk og Kvennaflokk var of stuttur. Matarhlé sem var strax eftir tímatökur hefur verið fært til og er nú Moto 1 í B flokk og Kvennflokk strax á eftir tímatökum og svo kemur matarhléið. Að öðru leiti er dagskráin óbreytt frá því sem var. Engar frekari breytingar verða á Moto-Cross dagskrá 2010. Hugsanlegar breytingar fyrir keppnistímabilið 2011 verða ræddar nánar á formannfundi í haust.

Reykjavík. 9. júní. 2010

Stjórn MSÍ

Skildu eftir svar