Vefmyndavél

Úrslit frá Klaustri 2010

Hér eru úrslit frá Trans-Atlantic Off-Road Challenge 2010 á Klaustri.
Uppfært 25.maí klukkkan 10.28. Vinsamlega skoðið útskýringar tímavarðar í athugasemdum.

Heildarúrslit

Flokkar

Hringir

Bestu millitímar

Millitímar

Aðrir flokkar

29 comments to Úrslit frá Klaustri 2010

 • Raggi 751

  hvenær kemur afkvæmaflokkurinn?

 • Það átti aðeins eftir að laga upplýsingar vegna endurræsingarinnar. Tölvan er á leiðinni til byggða og þetta hlýtur að nást í kvöld.

 • Tölvan er komin til byggða og úrslit væntanleg um klukkan 11

 • Haraldsson

  ég fatta ekki úrslitin. hvernig er reikni formúlan á síðasta hring? ég skil ekki tímana á síðasta hringnum

 • Tedda

  Mér sýnist það vera þannig að sá tími sýni hvað þú varst langt á eftir þeim sem fór einum hring meira en þú.
  Það stemmir samt ekki allt þarna, sem dæmi þá eru bestu millitímarnir hægari undir „bestu millitímar“ heldur en undir „millitímar“ þar eru tímarnir betri en það á ef til vill eftir að lagfæra þetta eða útskýra betur.
  Takk fyrir góða helgi.

 • Steinarhb

  Verður ekki gerður listi um besta tímann í stóru brautinni (áður en hún var stytt)?

 • Tedda

  Það er nokkuð ljóst að eitthvað hefur farið úrskeiðis í tímatökunni.
  Það eru í öllu falli margir með óeðlilega lélegan síðasta hring í fyrri keppninni eða stórfurðulegan fyrsta hring í seinni keppninni.
  Veit að ég og Aníta (ég er Haukur) áttum ágætis hringi alla keppnina án mikilla tafa (í öllu falli ekki 45 mínútna hring eins og fram kemur hjá okkur)
  Sennilega verður aldrei hægt að lagfæra þetta svo við verðum bara að sætta okkur við þetta og hugsa um skemmtilega hlutan af þessu öllu og það var að fá að vera með 🙂
  Ég er í öllu falli ekki að skilja þessa tímatöflu.

  Haukur

 • gauimagg

  Það þurfti að gera ýmsar breytingar vegna þess að keppnin var stöðvuð.

  Þær breytingar sem voru gerðar voru;

  – Lið 35, 49 og 166 stimpluðu á sig aukalega einn hring. Það var tekið út.

  – 6 lið fóru aukahring eftir að búið var að stöðva keppnina. Þetta voru lið 190, 185, 172, 233, 110 og 207. Þeir hringir voru teknir af þeim.

  – Keppni var stöðvuð þegar lið 13 (Einar-Gunnar) kom í gegnum hliðið. Sá tími sem leið eftir það frá því að öll lið voru komin inn í pásu bætist aftan við hvert lið sem aukahringur. Hafið í huga að þessi aukahringur (síðasti hringurinn) var ekki keyrður heldur er þetta sá tími sem lið 13 (Einar-Gunnar) voru á undan viðkomandi inn í pásu eða höfðu áunnið sér sem forskot.

  – Lið 13 (Einar-Gunnar) fá einnig þennan aukahring en hann mælist hinsvegar sem 0 mín 0 sek.

  – 22 lið eða keppendur höfðu annaðhvort hætt keppni eða á annan hátt ekki náð að stimpla sig inn í pásuna. Þeir fá einnig aukahring en tíminn á hann er 50 mínútur sem er um mínútu lengur en sá sem var síðastur inn í pásu.

  Niðurstaðan verður því sú, að allt það forskot sem keppendur höfðu áunnið sér áður en keppni var stöðvuð er leiðrétt með aukahring og tapast því ekki sekúnda í keppni. Endurræsingin hafði það hinsvegar í för með sér að keppendur röðuðust í ný sæti og eru þau látin halda sér þar til aukahringurinn (síðasti hringur) dettur inn en þá leiðréttist það og áunnið forskot skilar sér á keppendur.

  Kv. / Gaui

 • gauimagg

  Aukahringurinn er rangur á 6 liðum.

  Þau lið sem fóru aukahring eftir að keppni var stöðvuð fengu þann hring felldan niður en tíminn sem fór á aukahringinn er of hár fyrir þessi lið. Þetta verður leiðrétt í dag fyrir lið lið 190, 185, 172, 233, 110 og 207 og munu þau færast ofar skv. því. Ástæðan var sú að forskotið sem lið 13 (Einar -Gunnar) höfðu var reiknað af þessum aukahring áður en hann var felldur út. Skýrist nánar seinna í dag.

  kv. / Gaui

 • gauimagg

  Til að taka af allan vafa.

  Síðasti hringurinn (aukahringur) er settur inn eftirá. Hann er forskotið sem menn höfðu áunnið sér þegar keppni var stöðvuð. Þessi aukahringur er rangur á 6 liðum og verður það leiðrétt í dag og sent aftur inn.

  kv. / Gaui

 • Nýjir listar frá tímaverði komnir inn

 • Haraldsson

  lið 57 var 17. þegar við komum í mark ekki 23 við tjékkuðum á því um leið og ég kom í mark ég var ekki 20 og eithvað mínútur með síðasta hring það er eisvo það vannti einn hring á okkur því að þetta stemmir ekki.

 • gauimagg

  Í stuttu máli. Síðasti hringur var ekki keyrður heldur tölvukeyrður inn en hann inniheldur forskotið sem lið 13 (og önnur lið) höfðu en það forskot tapaðist við seinni ræsingu þar sem menn tóku mislangt hlé eftir því hvar þeir voru í röðinni.

  Tímatökubúnaðurinn gekk allan tímann og til að leiðrétta forskotið sem keppendur höfðu áunnið sér þá er settur aukahringur á alla keppendur og hann látinn vera aftast.

  Sætaröð keppenda meðan á keppni stóð var ekki rétt þar sem það vantaði þetta forskot (síðasti hringur á menn) og einnig að sumir hættu ekki keppni (6 lið) og fóru annan hring eftir að búið var að blása af.

  Annars… sjá nánar í athugasemdum hér að ofan.

  Bottom line. Með þessum tilfæringum þá tapast ekki sekúnda hjá neinum og úrslitin eru rétt þó svo keppnin hafi orðið ævintýraleg þegar allt í einu þurfti að stoppa hana í miðjum klíðum og endurræsa í helmingi minni braut.

  Verst þótti mér að brautin varð of stutt fyrir þennan tímatökubúnað. Það myndaðist því biðröð í hliðinu sem í gegnum tíðina hefur einungis verið vandamál í fyrsta hring í þessari keppni en varð að vandamáli í öllum hringum.

  kv. / Gaui

 • gauimagg

  Skýringin á pásu hringnum….

  Um leið og menn stimpluðu sig inn í pásu þá gekk klukkan áfram. Allir sem héldu áfram keppni voru síðan ræstir aftur. Sá tími (sem er mislangur) inniheldur tímann sem tekinn var í „pásu“ + (PLÚS) tímann sem tók að keyra fyrsta hring eftir endurræsingu.

  Þannig að ef lið er með 63 mínútur á hring og síðan 10 mínútur þá er hringurinn sem inniheldur 63 mínútur með tímann sem fór í pásu PLÚS tímann sem tók að keyra fyrsta hring. 10 mínútna hringurinn er því hringur númer TVÖ eftir endurræsingu.

  Vona að þetta skýri hlutina betur.

  kv. / Gaui

 • Það verður líka að segjast að það er óþolandi að eftir fyrsta hring í endurræsingu þá beið maður í röð til að komast í gegnum bólulesarann og þá koma 15-20 töffarar og troðast framfyrir röðina og keppnisstjórn gerir ekkert í því.
  Þar græddist fullt af tíma og vanvirðing fyrir þá sem eru að reyna fara eftir reglum.

 • Raggi 751

  það vantar einn hring hjá mínu liði síðasti hringur fyrir stöðvun er eithvað skrítin

  lið 69

 • gauimagg

  lið 69 tók fyrsta hring eftir endurræsingu á 64:44.60 (inniheldur tímann á fyrsta hring PLÚS tímann sem fór í pásu) Síðasti hringur er ekki aksturhringur heldur forskotið sem lið 13 var búið að vinna á ykkur. Forskotið var tæpar 13 mín í ykkar tilviki og heildartíminn því um 379mín sem þýðir að þið hafið verið að koma í mark á 379-13mín eða ca. 366mín og er þá búið að flagga út þannig að úrslitin stemma.

 • palliktm

  Verður Ekkert tekið á öllum framúrakstrinum í biðröðinni við tímatökutækið ,sem átti sér stað eftir fyrsta hring í seinni ræsingunni ??? Ég horfði sjálfur á þetta og benti keppnistjóra á málið.

 • Hekla

  þetta er bara ótrúlega skýrt og greinilegt hjá ykkur…
  ég var ekkert að skilja í þessum tíma á fyrsta hring eftir seinni startið.. og í hringjafjöldanum sem var ekki réttur en nú er búið að útskýra bæði þessi atriði… bara flott 🙂

  takk fyrir frábæra keppni…

  kv Hekla#134

 • agustb

  Ég er ekki alveg að skilja þetta.

  Ef við skoðum þá sem fóru 24 hringi, þ.e. 15. til 25. sæti, þá sjáum við að langi hringurinn hjá liðum 113 og 11 er í 6. hring

  Svo er langi hringurinn hjá hinum liðunum með 24 hringi í 7. hring.

  Hvernig skýrist það???

  Lið 40

 • gauimagg

  Langi hringurinn (pásan + fyrsti hringur eftir endurræsingu) er á eftir þeim hringjafjölda sem keppendur náðu að ljúka áður en keppni var stöðvuð. Í ofangreindu tilvikum þá einfaldlega höfðu lið 113 og 11 ekki keyrt nema 5 hringi áður en keppni var stöðvuð meðan aðrir höfðu lokið ýmist jafn mörgum, færri eða fleiri hringum. Síðasti hringurinn (tölvugerður) inniheldur síðan forskotið sem hafði myndast… sjá nánar í efri athugasemdum.

 • crf

  Hjá liði 135 virkaði tímatökubóla nánast aldrei, því er hringur nr. 6 í raun tveir hringir og einnig hringur nr. 13 sem einnig er tveir hringir. Við öskruðum alltaf númerið okkar af því að tímatökubólan virkaði sjaldnast og hafa skilaboðin ekki komist til skila í þessi tvö skipti. 🙂

 • Raggi 751

  jæja ætla hinir flokkarnir aldrei að koma

 • Muffin

  Ætli það geti verið að tímatökubólan hafi ekki alltaf virkað? ekki að það skipti neinu máli varðandi úrslitin svosem, við vorum lið 26 og endum samkvæmt þessu í 97. sæti en þetta er ekki réttur hringjafjöldi hjá okkur svo mikið er víst, við ókum fleiri hringi.

 • 737

  Áhugaverð þögn keppnis/tímatöku stjórnar varðandi framúrakstur við tímatökuhlið eftir endurræsingu.

  Einnig væri gaman að sjá töflu yfir þau víti sem voru dæmd.

 • Muffin

  Mín mistök, farinn að skilja töfluna, við vorum bara ekki betri.

 • ofvirkinn

  Það er fullt af fólki að bíða eftir úrslitum úr 90+, afkvæmaflokki og öðrum undirflokkum, svo nú væri gaman að tímaverðir / keppnisstjórn myndi girða sig í brók og klára þetta. Maður getur náttúrulega dundað sér við að telja þetta út, en það verður aldrei nákvæmt þar sem töluverðar nafnabreytingar voru í liðum alveg fram á síðustu stundu. Það væri líka gaman að vita hvort VÍK hyggst veita verðlaun í þessum flokkum og þá hvenær.

  Varðandi framúrakstur við tímahliðið, þá tók ég nú bara völdin í mínar hendur þegar tveir hjóladónar tróðu sér framhjá mörgum ökumönnum sem biðu í röðinni, þ.á.m. mér. Ég ók upp að þeim báðum og ýtti þeim á hliðina. Það er skemmst frá því að segja að báðir voru mjög sneypulegir, enda vissu þeir uppá sig sökina.

  Ég hvet hins vegar VÍK til dáða og vona að sú gagnrýni sem kemur fram verði tekin með jákvæðu hugarfari, því vissulega var margt sem mátti betur fara. Klaustur 2011 verður alveg örugglega magnað og er mig þegar farið að hlakka til.

 • Hvaða væl er þetta … Gaui getur varla útskýrt þetta betur. Þetta eru menn sem gera þetta í sjálfboðavinnu þannig að það er nú ekki hægt að gera miklar kröfur um að menn vinni í þessu myrkrana á milli.
  Það voru fullt af mönnum sem brutu af sér í brautinni, fóru ekki í hliðin og styttu sér leið, ….eftirminnilegast er þegar keppandi á Kawa númer 138 minnir mig, kom lóðbeint út úr miðri mýri og að ánni og sleppti stæðsta hlutanum af myrinni og annar á efti honum. Fleiri styttu sér leið víðar í brautinni, og sumir tróðust framfyrir við tímatökuhliðið.
  Hinns vegar fyrir okkur sem vorum svosem ekki mikið að berjast um efsta sætið og vorum meira með til að fá að keyra brautina og njóta dagsinns í góðum fíling þá skipti þetta ekki höfuð máli og maður nennti ekki að gera veður út af þessu, og hjólaði þetta bara á sem heiðalegastan máta.
  Snilldar keppni í snilldar veðri í frábærri braut … takk fyrir mig 😀

 • gauimagg

  Breyting á sætum 63-77. Það vantaði einn hring á lið 108 sem hafði verið færður inn í minnisblokk tímatökuvarða en ekki settur inn í tölvukerfið. Búið er að leiðrétta þessa færslu og færist því lið 108 upp úr sæti 77 niður í sæti 63.
  kv. / Gaui

Leave a Reply