Muna eftir að skrúfa á sig hausinn

Nú þegar stærsta keppni ársins er að ganga í garð er rétt að minna menn á nokkrar augljósar umgengnisreglur. Þessi keppni er sú fyrsta sem VÍK heldur á þessum nýja stað og umgengnin þarf að vera til fyrirmyndar svo hægt verði að halda þarna margar skemmtilegar keppnir í framtíðinni.

  • Allur akstur annarra en keppenda og starfsmanna er bannaður á svæðinu
  • Allur akstur barna og unglinga er bannaður nema í sérstakri braut fyrir þau
  • Börn og unglingar þurfa að koma með hjólin á kerru að brautinni

Svo er líka æskilegt að menn fari varlega í keppninni, þetta er erfið keppni og erfitt er að stjórna mótorhjóli þegar þreytan er farin að segja til sín. Einnig skulu menn passa sig í fyrstu hringjunum á erfiðum blindhæðum, bröttum brekkum og hengjum. Enginn vill fara heim í sjúkrabíl.

Munið að mæta í skoðun, fara eftir reglum og þá verða allir í góðu skapi.

GÓÐA SKEMMTUN

p.s. enginn dansleikur eða ball er í nágrenninu um helgina

Skildu eftir svar