KlaustursPunktar – Skoðun, daginn fyrir keppnisdag

Gert er ráð fyrir að keppendur komi með hjólin til skoðunar á laugardeginum.  Takmarkaður skoðunartími verður á sunnudagsmorguninn.  Hann er ætlaður þeim sem þurfa „endurskoðun“ eða hafa af óviðráðanlegum orsökum ekki getað mætt á laugardeginum.
En hvað um það – Allir mæta glaðir á svæðið á laugardeginum og fara beint í að ganga frá skráningu.  Hún er tvískipt. ..
 Fyrst fer keppandi með hjólið (dautt á mótor takk!) og hjálminn til skoðunar á sérstakt skoðunarsvæði (skilti munu vísa veginn).  Þegar skoðun á hjóli hefur farið fram, fær keppandi sérstakan „Í lagi“ seðil.  Þessi seðill er forsenda fyrir seinni hluta skráningarinnar – nefnilega pappírsmálunum.
Með bros á vör mætir keppandi í innritunartjaldið með „Í lagi“ seðilinn,  ökuskírteini, pappíra um að hjólið sé skráð/tryggt og undirritaða þátttökuyfrilýsingu (yngri en átján muna undirritun forráðamanna).  Þátttökuyfirlýsingar verða aðgngilegar á hér á netinu innan tíðar.
Þegar búið er að stemma af alla hluti fær keppandi að lokum afhent ýmiss gögn um keppnina ásamt svo hinni geysilega verðmætu tímatöku-bólu..en allt snýst jú um að koma henni hvern hringinn á fætur öðrum – á sem skemmstum tíma!

Munið – þeir sem eru með alla pappíra klára, ganga fyrir í röðinni.
Þátttökutilkynningar verða aðgengilegar til útprentunar, hér á netinu innan tíðar.
MUNIÐ – keppendur rúlla hjólum sínum um svæðið á handafli 🙂

Meira síðar

13 hugrenningar um “KlaustursPunktar – Skoðun, daginn fyrir keppnisdag”

  1. …. og hvað, … verða menn þá að mæta á Klaustur á laugardeginum ?!? Hvaða rugl er það ?, það eru ekki allir sem ætla að gista þarna. Margir ætla bara að mæta á sunnudeginum, keppa og fara svo heim.

  2. Þeir sem mæta á sunnudeginum fara í skoðun á sunnudeginum. Þetta er engin smá framkvæmd og við viljum fá sem flesta í skoðun á laugardeginum ef þeir eru á svæðinu á annað borð. Kv.

  3. Varðandi tryggingar þá er hjólið mitt á rauðum númerum og tryggt samkv því þarf ég einhverjar aukatryggingar eða duga þær sem ég er með ??

  4. Þið nefnið að það þurfi að sýna ökuskírteini, nú er sonur minn 15 ára skráður með mér í „afkvæmaflokk“ en hefur ekki ökuskírteini, ég vona sannarlega að það sé í lagi. Þetta hefur aldrei verið nefnt áður. Hver er staðan?

  5. Hver keppandi fær afhent eitt keppnisnr. að framan (21x12cm) en keppendur þurfa sjálfir að merkja hliðar.

  6. Varðandi tryggingar á hjólum, þarf keppnisviðauka eða er nóg venjuleg trygging? það er búið að spyrja að þessu í nokkrum þráðum en enginn viljað svara þessu.

  7. BenniH: þeir sem hafa ökuskírteini þurfa að sýna það. (maður má ekki keppa ef maður hefur verið sviptur ökuréttindum og er ekki með gilt skírteini þann dag sem keppnin er)
    Varðandi afkvæmaflokkinn er nóg að fylla út þátttökuyfirlýsinguna og að forráðamaður undirriti.

  8. Skoðun verður á laugardeginum frá 14-18 og sunnudeginum frá 9-10.30 fyrir þá sem koma seint eða alls ekki á laugardeginum. Varðandi tryggingar er klárlega betra að hafa keppnisviðaukann en ekki skilyrði af okkar hálfu. Aðalmálið er að geta sýnt fram á að hjólið sé skráð og tryggt, það er sama trygging fyrir rautt og hvítt númer. Kv.

  9. Guðjón tímatökustjóri biður alla sem eiga tímatökubólur að hafa þær meðferðis austur. Þá getur hann skráð þær inn á réttan keppanda. Kv.

  10. Keli ég verð að gagnrýna það frekar harðlega að þið ætlið eingöngu að biðja menn um hefðbundnu trygginguna þar sem að sú trygging gildir ekki fyrir keppnir og þetta er jú keppni ekki satt? Á tryggingaskírteininu mínu stendur stórum stöfum “ Gildir ekki í keppni“ þannig að ef að þið ætlið eingöngu að heimta hefðbundnu trygginguna að þá geta menn alveg eins mætt með óskráð og ótryggð hjól vegna þess að réttur þeirra er sá sami. Ég mun mæta með keppnisviðaukann og finnst að allir eigi að gera slíkt hið sama þar sem að öðrum kosti eru menn ótryggðir.

  11. bara svona til að hafa aðalatriðin á hreinu, veit einhver hvort að það verði einhvað ball um kvöldið eftir keppnina ?

Skildu eftir svar