Bryndís bætti sig frá því í gær

Í morgun var annað motoið í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í motocrossi. Bryndís Einarsdóttir  lenti í 26.sæti í fyrra mótóinu sem var í gær en í dag gerði hún enn betur og endaði í 22. sæti eftir að hafa verið í 20.sæti í nokkra hringi, en það sæti hefði gefið henni stig í heimsmeistarakeppninni.

Steffie Laier frá Þýskalandi sigraði í báðum motounum í fyrstu umferðinni í kvennaflokki í heimsmeistarakeppninni í motocrossi.

Næsta umferð í kvennaflokknum verður 9.maí í Portúgal.

Hér er hægt að sjá sjónvarpssendinguna frá keppninni og beina útsendingu frá strákunum keppa

Skildu eftir svar