KTM dagur í Búlgaríu

Þá er fyrsta umferð ársins í heimsmeistarakeppninni í motocross afstaðin.
Max Nagl & Marvin Musquin í Red Bull Factory KTM liðinu, unnu sína flokka við glæsilegar aðstæður á Gorna Rositza brautinni í Sevlievo í Búlgaríu.

Í MX1 flokknum sigraði sem fyrr sagði Max Nagl (KTM), annar varð Antonio Cairoli (KTM) og þriðji varð Clement Desalle (Suzuki).

Í MX2 flokknum sigraði Marvin Musquin (KTM) með nokkrum yfirburðum en hann leiddi 97% af keppnini.
Annar varð Ken Roczen (Suzuki) en til gamans má geta að Roczen er einungis 15 ára gamall.  Hann kemur örugglega til með að vinna nokkur moto í sumar.  Þriðji varð Steven Frossard.

Ég náði ekki að keppa í þessari keppni í fyrra þar sem ég var of ungur, ég átti frábæran dag fyrir utan klaufaleg mistök á fyrstu þremur hringjunum í báðum moto-um. Næstu helgi er sandkeppni á Ítalíu og þar er ég sterkastur þannig að ég hlakka til, ég ætla að vinna.
Sagði Ken Roczen á blaðamanna fundi eftir keppnina í dag.

Ég vissi fyrirfram að þessi keppni yrði erfið á 350 hjólinu þar sem brautin er rosalega hröð en ég hlakkaði mikið til þess að keppa á nýja hjólinu. Ég gerði nokkur mistök í fyrsta moto-i sem urðu til þess að Nagl náði að stinga af, enda lenti ég svo utan í Seb Pourcel þegar hann datt og ég snéri uppá ökklann á mér, það hindraði mig aðeins en ekkert til að tala um. Í seinna moto-inu vissi ég að Nagl mundi ná góðu starti þannig að planið var að halda sér nálægt honum sem ég gerði. Ég náði framúr honum um mitt moto-ið og náði aðstýra keppnini í restina. Það var mikilvægt fyrir mig að vinna seinna moto-ið á 350 hjólinu. Sagði Antonio Cairoli á blaðamannafundi eftir keppnina í dag.

Ein hugrenning um “KTM dagur í Búlgaríu”

Lokað er á athugasemdir.