Nú fer að kólna úti.

Og þá hef ég þurft að jetta CRF 250 ’08 hjólið mitt.06carb3

Hér eru þær stillingar sem ég hef á mínu  CRF 250 08 hjóli fyrir veturinn. Og það eru engin vandamál að koma því í gang.

Færði splittið á nálinni niður um eitt sæti. ( Færa nálina ofar ) næst neðsta hakið.

Stækkaði “mein jett” úr 178 í 180. Fyrir þá sem eru með kraftpúst er gott að stækka mein jett enn meira 185-8

Stækkaði “slow jett” eða pilot jettinn. Þ. e. næsta stærð fyrir ofan, ath fylgir með í aukapakkanum sem kemur með hjólinu. ( Úr 42 í 45 )

Loftskrúfan 2 -2,5 snúninga út. Gott að hlusta hjólið fyrir þessa stillingu ath – hjólið verður að vera orðið heitt til að hægt sé að finna einhvern mun.

Einnig hef ég sett í hjólin hjá mér Boyesen – Quickshot 2 til að losna við kokið. Það er líka hægt að fikta aðeins í skrúfunni sem stillir viðbragðsdæluöxulinn. Stilla skrúfuna þannig að hún rétt snerti öxulinn og skrúfa síðan til baka ca 1/4 snúning.

Reyndar búum við oftast við þannig hitastig að þessi jettun virkar mjög vel alveg upp í ca 12-15 gráðu hita. Eina sem ég hef breitt, þegar komið er upp yfir það hitastig, er að minnka pilot jettinn í 42.

Til að framkvæma þessa aðgerð þarf að taka tankinn af, efri mótorfestingarnar, subfreimið og afturdemparann. Þá er fullkominn aðgangur að þessu öllu. En til að skipta um mein jett og pilot jett þá þarf bara að taka botnskrúfuna úr blöndungnum. Reyndar verður maður þá að vita mjög vel hvað er verið að gera.

HJ0608009006

#39 á myndinni er Mein Jett, #40 er Pilot Jett, #29 er Nálin.

ATH: þetta er eins og ég hef framkvæmt þessa aðgerð sjálfur. Þessi grein er ekki á vegum VÍK og þeir sem kjósa að prufa sig áfram eftir henni gera það á eigin ábyrgð

Ein hugrenning um “Nú fer að kólna úti.”

  1. Flott grein, en er hægt fyrir fáfróða menn eins og mig að hafa myndir…. 🙂 .. þetta var mjög þægilegt í Ventlastillinga greininni, gaf mér góðan skilning á hvað þú værir að gera. Gaman að svona greinum…

Skildu eftir svar