Vefmyndavél

Kári Jónsson vann Endurocrossið

Endurocrossið í Reiðhöllinni í dag heppnaðist gríðarlega vel og óhætt að segja að allir hafi skemmt sér konunglega í troðfullri höllinni. Kári Jónsson var í banastuði og sigraði með nokkrum yfirburðum en Björgvin Stefánsson var annar.

Menn voru almennt virkilega sáttir við umgjörðina á keppninni og brautin var bæði krefjandi og skemmtileg. Grjótakaflinn var nokkur torfær og einhverjir brutu mótorhlífar, beygluðu tannhjól eða misstu af keðjuna. En það er víst partur af þessu öllu.

Nánari fréttir af keppninni síðar.

11 comments to Kári Jónsson vann Endurocrossið

Leave a Reply