Kári Jónsson vann Endurocrossið

Endurocrossið í Reiðhöllinni í dag heppnaðist gríðarlega vel og óhætt að segja að allir hafi skemmt sér konunglega í troðfullri höllinni. Kári Jónsson var í banastuði og sigraði með nokkrum yfirburðum en Björgvin Stefánsson var annar.

Menn voru almennt virkilega sáttir við umgjörðina á keppninni og brautin var bæði krefjandi og skemmtileg. Grjótakaflinn var nokkur torfær og einhverjir brutu mótorhlífar, beygluðu tannhjól eða misstu af keðjuna. En það er víst partur af þessu öllu.

Nánari fréttir af keppninni síðar.

11 hugrenningar um “Kári Jónsson vann Endurocrossið”

  1. Ég segji sama, þetta var rosalega flott, vel að verki staðið.

    Miðað við fjölda áhorfenda þá er klárlega framtíð í þessu.

    Takk fyrir mig.

  2. Glæsileg frétt sem Maggi og co komu á RÚV. Þvílíkt flott umfjöllun og frábær myndataka hjá köppnum. Við fengum þvílíkt flotta umfjöllun.

  3. MEGA flott! Frábært að koma fréttinni að hjá RÚV, strákar. Virkileg gott fyrir sportið. Vil þakka öllum sem stóðu að keppninni fyrir frábæra skemmtun og flottheit.

Skildu eftir svar