Seinni leitir í landnámi Ingólfs

Göngur og réttir eru í öllu Landnámi Ingólfs Arnarsonar dagana 3.-5. október. (Sjá nánar í réttaskrám á vefnum http://www.bondi.is).
Þetta eru einkum Fóelluvötn (inn af Sandskeiði), Lyklafellssvæðið, Mosfellsheiði, Hellisheiði, Grafningsfjöll, Hengilssvæðið, Þingvallaheiði, Esja og Kjós og á Selvogsheiði, auk beitarhólfa á Reykjanesskaga svo sem í Sveifluhálsum og Krýsuvík.
Fólk á mótorhjólum er vinsamlegast beðið að vera ekki á þessum svæðum þessa daga vegna truflana sem það getur valdið við smalamennskur.

Skildu eftir svar