Kreppukeppni 24.okt

Vélhjóladeild ungmennafélagsins Þórs í Þorlákshöfn hefur ákveðið að halda motocrosskeppni þann 24.október næstkomandi. Keppnin ber heitir „Kreppukeppni“ og er þetta annað árið í röð sem keppnin fer fram. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta allt á léttu nótunum en einnig eru vinningarnir rausnarlegir og nytsamlegir, ekki stórir bikarar heldur eitthvað ætilegt.

Keppnin verður með svipuðu sniði og í fyrra, keppt í fullt af flokkum og léttleikinn í fyrirrúmi. Skráning opnar á vef MSÍ fljótlega og dagskráin verður auglýst nánar hér á vefnum.

Fyrir þá sem ekki vita er frábær motocrossbraut rétt við Þorlákshöfn sem er nothæf nánast allt árið þar sem snjólétt er á svæðinu og sandurinn í henni tilvalinn í akstur þó svo að það sé létt frost. Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um brautina.

3 hugrenningar um “Kreppukeppni 24.okt”

  1. glæsilegt hjá strákunum í Þorlákshöfn, aðrir klúbbar mættu taka þetta til fyrirmyndar, ég nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn er Mosó og Akranes

Skildu eftir svar